Breiðfirðingur - 01.04.1987, Page 175
BREIÐFIRÐINGUR
173
15. Hyggjan í þeim hýra bæ,
hafði við sig einhvern blæ,
sem ég aldrei oftar fæ
upplifað um jörð og sæ.
16. Þegar í brjóstið beljar hríð,
byltingar og dauðastríð,
ljúfan þyt í hugans hlíð
heyri ég frá þeirri tíð.
17. Fari um andann ofsarok,
uppblástur og malarfok,
flý ég heim í fagurt mok,
fjallagrös og hringabrok.
18. Stendur þar þá, sterkur, beinn,
stuðlar vísu, hvergi seinn,
sveiflar þínu orfi einn,
orðið frjálst og skarinn hreinn.
19. Horfir þá í hárri sýn
hingað niður, glöð og fín,
orpin birtu er aldrei dvín,
Ingiríður, drottning þín.
20. Þegar þú fleygir þreyttur skálm,
þá er hvíldin ekkert fálm,
líkt og barn þinn litla sálm
leggur þú í jötu hálm.
21. I Þó að hrörni heyrn og sjón,
hetjum er það lítið tjón,
gerr en hrokans háu flón
heyra þar lífsins dýpsta tón.
22. Þannig ljær þér nóttin nú
níræðum í hreinni trú,
nýjan draum um blómlegt bú,
björt mér þykir vonin sú.