Breiðfirðingur - 01.04.1993, Blaðsíða 9
Lúðvík Kristjánsson
Bréf til móður
Þankar um Sigurð Kristófer Pétursson
Ætt og uppntni
Hugur minn leitar bæði aftur og út til þess tíma, er ég var ung-
lingur í Einarsbúð á Brimilsvöllum á Snæfellsnesi. Að vísu er
seint um langan veg að spyrja tíðinda, og hefði ég fyrr mátt
um þau fjalla. Fyrir búi í Einarsbúð voru þá hjónin Steinunn
Árnadóttir og Bjarni Árnason, bæði náskyld mér. Með þeim
var og Ólöf dóttir þeirra, einu ári eldri en ég. Örskammt frá
Einarsbúð var býlið Gata. Þar var þá ásamt ungum hjónum og
börnum, húskonan Þorkatla Jóhannsdóttir,1 komin á níræðis-
aldur. Hún átti léttstíg marga ferðina upp í Einarsbúð, ávallt
með prjónana sína og þar ætíð velkomin.yMeð Ólöfu og Þor-
kötlu tókust tryggðir, enda var Olla einstaklega ljúf í lund,
fróðleiksfús og drakk í sig allt, sem gamla konan hafði að
segja. Oft minntist Þorkatla á Sigurð Kristófer sinn, og var þá
stundum klökkvi í röddinni. En það er einmitt um hann, sem
ritgerð þessi á að fjalla, þegar sögð hafa verið deili á Þorkötlu
og högum hennar.
Hún var fædd í Einarsbúð 9. maí 1841. Foreldrar hennar
voru Þuríður Þórarinsdóttir frá Reykjum í Hrútafirði (f. 1802)
og Jóhann Þorsteinsson (f. 1814) á Holti á Brimilsvöllum.
Þorkatla átti systur eitt systkina, sem hét Jóhanna. Hún varð
síðar nafnfræg vestra og reyndar víðar fyrir fyrirlestur sinn
„Sparið aurana svo kemur krónan“, en hann leiddi til þess, að
1. Skírnarnafnið var Þórkatla, en oftast kölluð Þorkatla.