Breiðfirðingur - 01.04.1993, Blaðsíða 19
BRÉF TIL MÓÐUR
17
un, sem áður liafði alltaf verið karlmannsstarf. Hún þótti
nokkuð einráð og fara sínu fram, hvað sem hver sagði, enda
sjaldan glámskyggn á úrræði. Sumum þótti Þorkatla stundum
hrjúfyrt og ekki var henni gjarnt að tala utan að hlutunum.
Tilviljun -forlög
Þorkatla hafði einhverju sinni orð á því við Ollu, að oft hvarfl-
aði að sér löngun til þess að fá vissu fyrir því, hvort atvikin
sem heilsuðu manni, ýmist smá eða stór og ýmist í þeim fólg-
inn gleðivaki eða hugarharmur, væru fremur tengd tilviljun
eða forlögum.
„Eg hef oft spurt mig að því“, sagði gamla konan, „hvort
holdsveikin, sem hremmdi hann Pétur minn, var til komin af
tilviljun eða ráðin af örlögum. Þannig atvikaðist, þegar hann
var að saga í sundur kýrskrokk, að sögin hljóp í hönd hans og
varð af stórt sár. Sumir trúðu því, að þar af hefði sprottið
holdsveiki hans.
Hún Jóhanna systir mín giftist Böðvari Guðmundssyni,
verslunarmanni í Olafsvík. Hann gerðist mikið ölkær, svo að
þau skildu. Jóhanna fluttist þá til foreldra okkar að Knarrar-
tungu í Breiðuvík. Meðan hún dvaldist þar fór fyrrverandi
maður hennar, ásamt tveim öðrum, í fjárkaup suður í Staðar-
sveit. Þegar þeir héldu aftur út yfir var komið myrkur, og urðu
þeir viðskila þannig, að Böðvar kom ekki til Olafsvíkur, enda
líklega með víni. Daginn eftir var hans leitað og fannst þá
hestur hans með slitinn beislistaum fremst á Knarrarklettum
og lík Böðvars illa marið við rætur þeirra. Atvikaðist svo, að
Jóhanna varð fyrst til að koma að Böðvari og veita líki hans
nábjargimar“.
Síðan vék Þorkatla að atviki, sem tengdist Ollu, og sagði
þá:
„Ekki veit ég, væna mín, hvorl þú hefur nokkurn tíma kom-
ið í Lúsakrók, en hann er utanhallt við Vallnabjarg. Þar hefur
ekki verið lent báti, svo ég viti, nema í eitt sinn og þótti
fádæmi. Eg man ekki lengur ártalið, þú gætir hafa verið sex
2 Breififirðingur