Breiðfirðingur - 01.04.1993, Blaðsíða 37
BRÉF TIL MÓÐUR
35
hana. Ýmsir fræðimenn hér hafa verið að lesa hana og hefi eg
talað við suma þeirra. Láta þeir vel af henni og sumir hæla
henni svo, að fram úr hófi keyrir. En hvað sem því líður, þá er
eg þess sannfærður, að eg hafi uppgötvað það í málinu, sem
aðrir höfðu litla og jafnvel enga hugmynd um.
Eg vil biðja þig að lána Guðbrandi bróður mínum þessa bók,
ef hann hefði gaman að glugga í hana og sömuleiðis Sigþóri.
Eg býst ekki við, að eg geti sent þeim hana, af því að eg verð
að biðja útgefandann að láta mig fá öll þessi eintök til fræði-
mannanna erlendu. Háskólakennarinn, sem mælti mest með
því að eg fengi styrk úr Sáttmálasjóði, vill að eg sendi hana út.
Heilsufar milt er ekki eins gott og eg vildi að það væri. Eg
er lasinn öðru hvoru eða réttara sagt: oftast nær. Magasárið
virðist ekki gróið og það er verra en ekki. Eg á að fara á morg-
un til Halldórs Hansen, læknisins, er skar mig í fyrra, og láta
hann rannsaka mig. Býst eg svo við, að hann vilji að eg legg-
ist inn, enda mun það vera hyggilegt. Ekki er það óhugsandi,
að eg skáni eftir eina eða tvær vikur. Mér hefur efalaust versn-
að sakir þess, að eg hef reynt meira á mig, bæði andlega og
líkamlega en eg var maður fyrir. Bókin kostaði mig mikla
hugsun og margar ferðir ofan í bæ.
Annars hefi eg ekkert að segja í fréttum. Eg hitti Alexander
smið hérna á dögunum og sagði hann mér þá, að þú værir flutt
inn að Völlum, blessuðum Brimilsvöllunum gömlu, og að þú
værir í Nýjabæ eða Götu, eg man ekki hvort bæjarheitið er
réttara. Eg skrifa þig því á Brimilsvöllum. Þær eru ekki marg-
ar, Þorkötlurnar, þar að eg vona.
Eg bið ástsamlega að heilsa Önnu og öllu hennar fólki,
Bjama í Einarsbúð, að Kletta-koti og Geirakoti, og svo öllum
kunningjunum og þar á meðal Hans á Holti. - Jú, eitt er eftir,
sem eg var nærri búinn að gleyma. Maður nokkur, er heitir
Brynjólfur Þórðarson, var fyrir vestan hjá ykkur. Hann málaði
ýmsar myndir og þar á meðal eina af Snæfellsjökli og Nón-
fjalli og Hólbúðarbænum. Þessa mynd gaf hann mér. Var það
ekki fallega gert og ástúðlegt? Svo nú hefi eg mynd af jöklin-
um og hluta af Völlunum hangandi á þilinu hjá mér. Myndin