Breiðfirðingur - 01.04.1993, Blaðsíða 42
40
BREIÐFIRÐINGUR
sóknum, þegar ekki er aðeins að styðjast við orðaval, setn-
ingaskipun, heldur hrynjandi, auk ýmissa annarra líkinda. ...
Höfundur væntir þess, að hrynjandin geti stundum vísað veg,
þegar svipast er um eftir höfundum. En enginn skyldi treysta
henni í blindni fremur en öðrum fræðigreinum, sem tengdar
eru tungunni. ...
Þá er þriðji tilgangurinn. Hann er og aðaltilgangur ritsins og
er sá, að benda á leið, er liggur tii málfarsbóta. Hver rithöf-
undur íslenskur ætti að keppa að því, að tungan nái þeirri feg-
urð, er hún hafði á tólftu og þrettándu öld. Hér er ekki ætlast
til þess, að þeir, sem nú eru uppi, fari að stæla fornmenn og
ganga á bug við íslensk orð, er lifa á vörum þjóðarinnar, og
taki í stað þeirra úrelt orð og orðtæki. En hitt er ekki ofætlun
þeim, er mikla menntun hafa hlotið, að þeir geri sér far um
það, að skrifa eins háttbundið og gert var fyrrum.“
Þegar höfundur hefur í forspjalli gert grein fyrir verkefni
sínu, kemst hann svo að orði um það.
„Fernt er það, er fegrar mál og prýðir.
Fyrst er fögur hugsun og skýr. Hugsun er sál hverrar setn-
ingar. Fegurð hennar getur orðið svo mikil, að það er líkast
því sem sólskin leiki um hraun og hrjóstur óskipulagðra orða,
svo að þau virðast fögur.
Annað er falleg setningaskipun og eðlileg. Hugsanaröðin
nýtur sín að sama skapi, sem setningarnar koma fram í betri
röð og reglu. Setningafræðin fjallar um þá grein málfars, er
kennir fagra setningaskipan.
Þriðja er fagurt orðaval og eðlilegt. Þess ber að gæta, að
orðin samsvari efni. Illa fer á því, að orð séu hátíðleg, ef hugs-
un sú, er þau eiga að leiða í 1 jós, er það ekki. ...
Og fjórða er háttbundin orðaskipan setninga. Það, sem hér
fer á eftir, eru drög að þeirri fræðigrein, er ijallar um hana.
Heitir hún hrynjandi.“15
Ber að skilgreina hana svo, að hrynjandi tungunnar taki yfir
lögmál um háttu í lausu ritmáli, eins og kveðandi í brögunt.
15. Sig. Kr. P.: „Hrynjandi íslenskrar tungu", bls. 17-19,28-29.