Breiðfirðingur - 01.04.1993, Blaðsíða 21
BRÉF TIL MÓÐUR
19
forfeðrum vorum, villimönnunum, í hinni ytri náttúru. Þess
vegna leynist trúin á tilviljunina enn þá í huguin vorum - þrátt
fyrir þriggja alda starfsemi þeirra vísinda, er hafa unnið hvíld-
arlaust í þjónustu trúarinnar á orsakasambandið“.3
Ferðin í Laugarnes
Síðla sumars 1898 fékk Gísli Pétursson, læknir í Olafsvík,
bréf að sunnan, þar sem honum var tilkynnt, að hinn nýi spítali
í Laugarnesi gæti tekið fimm sjúklinga af Snæfellsnesi, en þá
voru í sýslunni 13 holdsveikisjúklingar. Félagsmenn í Odd-
fellowreglunni í Danmörku létu, sem alkunna er, reisa á sinn
kostnað Holdsveikraspítalann í Laugarnesi og gáfu hann land-
inu. Hann hafði verið vígður 18. júlí þá um sumarið. Sjúkling-
ar fóru þegar að tínast suður og mátti heita fullskipað snemma
í nóvember, en í spítalanum var rúm fyrir 60 holdsveika.
Akveðið var, að sjúklingar af Snæfellsnesi færu með skipi
suður seint í september. En þar sem gufuskip voru þá ekki far-
in að hafa viðkomu í Ólafsvík varð að flytja sjúklingana á ára-
skipi inn í Stykkishólm. Einn í þeim hópi var Sigurður Kristó-
fer Pétursson og ennfremur móðir með 10 ára son sinn.
Eldsnemma burtfarardaginn hélt fólkið í Hlíðarkoti af stað í
blíðaveðri áleiðis til Ólafsvíkur. Þorkatla hafði orð á því síðar,
m.a. við Ollu, að hún hefði marga erfiða ferðina farið, en enga
sem þessa, og hefði henni þó fylgt von um bata handa Sigurði
sínum Kristófer.
Ólsarar mönnuðu mikinn og traustan teinæring og voru 11 á
auk sjúklinganna fimm, en Sigurður Kristófer var þeirra
yngstur ásamt drengnum. Róðrarleiði var, svo að róa þurfti
seigan og fastan, en ætlað var að með því móti mundi ferðin
taka átta tíma. Þegar kom út á Gömluvík, sem er milli Bú-
landshöfða og Ennis, hafði Sigurður Kristór ekki auga af því,
sem við blasti til lands, Klettakoti, Hlíðarkoti, Vallnabjargi,
Brimilsvöllum og Vallnahnúk ofar byggðinni með sinni grónu
3. Sig. K. P.: Um vetrarsólhvörf, bls. 135-137.