Breiðfirðingur - 01.04.1993, Blaðsíða 50
48
BREIÐFIRÐINGUR
samviskusamlegan lestur. Þykir mér leitt að þurfa að segja
þetta um dóm dr. Alexanders, bæði vegna hans sjálfs og svo
hefi ég mætur á honum fyrir margra hluta sakir. Orð þau, sem
hér fara á eftir, eru því eigi rituð af kala til hans, né mega
verða til þess, að kasta skugga á hann sem fræðimann í öðrum
greinum. Þau eru því að eins alvörumál, alvarleg áminning
manns, er vill skjóta skildi, meðan má, fyrir unga fræðigrein,
er getur gagnað tungu vorri, þessu tjöreggi þjóðar vorrar, er
margur vill mölva. ...
Annars hygg eg, að dr. Alexander sé vansalaust að taka til-
sögn hjá dr. Páli (Eggert Ólasyni), þegar um þróttmikið málfar
og skipulegt er að ræða. Víst er um það, að allar þær bending-
ar, er eg hefi fengið frá honum, hafa verið til mikilla bóta,
enda er hann einn þeirra manna, er snjallast ritar mál vort nú á
dögum.
Svo er um sögurnar okkar, er ritaðar voru á frægðaröld
íslenskrar ritsnilli, að “hending", að heita má, gæti verið brag-
lína. Og oss er hollara að læra af þeim en einhverjum reikul-
um „tónbylgjum“, sem svífa yfir vötnum þýsku- eða dönsku-
skotinnar hugsunar.“
Dr. Alexander hafði í ritdómi sínum fundið að því við Sig-
urð Kristófer, að hann hefði ekki kynnt sér, áður en hann skrif-
aði bók sína, fræðirit erlendra manna um hrynjandi annarra
mála.
„Hér er tvennu til að svara“, segir Sigurður Kristófer. „Fyrst
er það, að fræði þessi, er eg nefni hrynjandi íslenskrar tungu,
er ekki að finna á erlendum málum. Vera má, að dr. A.J. trúi
þessu ekki. Líkurnar verða þó nokkurar, þegar dr. Mogh
háskólakennari segir í bréfi til mín, að hér sé komin fram
alveg ný grein í málvísindum. Er hann því á sama máli og
Jóhannes L.L. prestur Jóhannsson og dr. Páll E. Ólason. Þá
skal og geta þess, að dr. Sigurður Nordal, sem var í ráðum
með mér, taldi mér ekkert gagn í því, að lesa það, sem á
erlendum málum er kallað „Rhythmic“.
Annað var það og reið baggamuninn, að mér var það metn-
aðarmál, að sýna, hvernig vér íslendingar og jafnvel þeir, er