Breiðfirðingur - 01.04.1993, Blaðsíða 38
36
BREIÐFIRÐINGUR
minnir á margt og þó einkum á þig, elsku mamma. Þú mátt
vita, að eg gleymi aldrei ástríki þínu og umhyggju og svo sög-
unum þínum, þulunum þínum og öllum vísnasægnum. Allur
þessi fróðleikur liggur falinn í vitund minni, þótt heilavitundin
muni hann ekki. Og áhrifin eru vís. Enginn maður, er hefir
ekki afarnæmt brageyra, gæti til dæmis ritað „Hrynjandi
íslenskrar tungu“. En brageyrað fékk ég við það að heyra
kveðið, sönglað og sungið heima. Ekki vissi eg þá, að eg væri
að læra. En nú sé eg það, að læra má við hlóðarsteininn ekki
síður en á skólabekk, og þó einkum þegar kennarinn er ástrík
móðir, sem er mörgum fræðimanni fróðari um margt.
Vertu nú margblessuð og sæl, elsku mamma, guð veri með
þér.
Þinn elskandi sonur.
Sig. Kristófer Pétursson.
Bókina „Hrynjandi íslenskrar tungu“ máttu lána og þó helst
ef þú færð hana bundna inn. Hver veit nema Brandur hjálpi
þér um það. En þú mátt ekki farga henni. Hún á að vera þér
eins konar menjagripur, sem minni þig á drenginn þinn, er
sjúkdómur hreif úr höndum þér, að kalla má - og „allt breytist
í blessun um síðir“.
Þinn sami Sig. Kristófer.
„Hafðu sæl gert, barnið mitt, en gríptu nú einhvers staðar
niður í bókina“.
Olla las langan kafla, er endaði þannig:
„Sigurður Nordal bauðst til þess að lesa bæði aðdrög öll og
handritið, jafnóðum og það yrði til, og finna að því, er honum
þætti aðfinnsluvert. Þetta hefir hann og gert. Höfundur fær
honum aldrei fullþakkað uppörvanir hans, Ieiðbeiningar, bóka-
lán og aðfinnslur. Ef svo fer, að hér með vaxi upp ný grein
íslenskra fræða, sem má fastlega vona, þá ber að minnast þess,
að Sigurður Nordal á mestan þátt í því, að þessi bók varð til“.
„Mikill dæmalaus maður er hann þessi Nordal“, mælti
Þorkatla, þá er lestri lauk og bætti við, að Olla kynnti sér