Breiðfirðingur - 01.04.1993, Blaðsíða 32
30
BREIÐFIRÐINGUR
Guðspekin kom með svör
Sigurður Kristófer glímdi við gátur, en hafði engin svör feng-
ið. Hann reyndi að kryfja kjör sín og annarra og gat sýnst þau
ofurseld ranglæti. Hann tapaði trú á guðlega forsjón og lífið
varð að blindingsleik. Eigi að síður var hann frjálslyndur trú-
hneigðarmaður, en sætti sig illa við, eins og annars staðar, að
vera beittur neinum bolabrögðum eða verða fyrir andlegri
skókreppu. Fyrst frarnan af varð hann mjög hrifinn af nýju
guðfræðinni, en til frambúðar nægði hún honum ekki. Guð-
spekin varð þá á vegi hans og tók þá allt að breytast til bóta.
Hún kom með sennileg svör, sætti hann við kjörin, gerði hug
hans bjartan og lífið að göfugu námi. Eftir það taldi hann tvær
hnossir hafa mest ráðið um lífstefnu sína og störf. Önnur var
móðurleg umhyggja fröken Harriet Kjær yfirhjúkrunarkonu,
hin var fræðikerfi guðspekinnar. Sannfæring hans óx með
hverju ári um gildi þeirra kenninga, sem hann taldi mestan
ljósgjafa ævi sinnar. Og trú á visku var inngróin eign hans.
Fyrst verður hér gerð grein fyrir í hverju guðspekin fólst og
síðan birt viðhorf Sigurðar Kristófers, en þar er víða af mörgu
að taka:
„Guðspekin er náskyld dulspeki. Hún felur í sér trú á einn
algeran og órannsakanlegan guðdóm, sem er upphaf eða und-
irrót gervallrar náttúrunnar, hinnar sýnilegu og hinnar ósýni-
legu. Auk þess felur hún í sér þá trú, að maðurinn (þ.e. andi
mannsins) sé eilífur, að hann sé geisli út frá alverunni, og
sama eðlis og hún. Hún heldur því og fram, að maðurinn geti
glætt hjá sér dulræna hæfileika eða skynjunargáfur, með því
að göfga sitt eigið eðli. Takmark hennar hefur verið hið sama á
öllum öldum, sem sé: sætt eða bræðralag allra trúarbragða og
viðurkenning sameiginlegrar siðfræði með öllum þjóðum“.12
Sigurður Kristófer ræðir þannig um guðspekina og kirkj-
una:
12. Sig. Kr. P.: Skiptar skoðanir. bls. 68.