Breiðfirðingur - 01.04.1993, Blaðsíða 111
M I N N I N G A R
109
Prófasturinn, séra Sigurður Gunnarsson, var góður fræðari og
ágætur maður. Mér fannst sem upplykist fyrir mér nýtt útsýni
er hann útskýrði fyrir okkur ritningargreinarnar í kverinu - og
ég varð heilluð af því.
I einum frímínútunum spurði ein stúlkan mig að því - í
hvernig fötum ég yrði við ferminguna. Eg varð mjög hneyksluð
af því að láta sér detta slíkur hégómi í hug í spurningatímum -
man ekki hverju ég svaraði - líklega því að ég vissi það ekki.
Fermingardagurinn rann upp. Veðrið var gott, en sólskins-
laust. Mamma mín hafði orðið veik um nóttina og gat þess
vegna ekki komið með til kirkjunnar. Það þótti mér leiðinlegt.
Ingibjörg systir mín var þá fermd fyrir 2 árum. Hún og pabbi
minn gengu til altaris með mér á eftir. Ekki var fermingar-
veisla, og fáar gjafir fékk ég aðrar en peysuföt, sem þá var sið-
ur. Þau voru saumuð upp úr gömlu, en fóru vel, og ég var
ánægð. En ég fékk líka nýtt ullarsjal - sem mamma var búin
að kaupa - það var hlýtt, stykkjótt á litinn, og ég átti það
lengi.
Það var einn dag haustið 1910 að ég hafði búið mig upp á
og ætlaði inn í kaupstað. Þá kom pabbi allt í einu inn með
skjal í hendi og spurði hvort við vildum lesa. Þetta var til-
kynning um, að í ráði væri að hafa kvöldskóla fyrir unglinga
um veturinn, og áttu þeir sem vildu sækja hann að skrifa nöfn
sín þar undir. Pabbi spurði hvort við Imba vildum fara í skól-
ann og ég var nú ekki lengi að segja „já “ og skrifaði nafn mitt
í snatri.
Imba systir mín var ekki eins fljót á sér. Hún var aðgætnari,
og spurði hvort þetta yrði ekki ósköp dýrt. - Jú, það yrði auð-
vitað að kaupa bækur o.þ.h. - og svo yrði eitthvert skólagjald
en pabbi hélt nú að einhver ráð yrðu með það.
Við systur urðum undireins mjög áhugasamar í þessum
skóla, eins og barnaskólanum, og nú var skólinn líka í öðru
skólahúsi. Mig minnir að nemendur væru 16, en kennarar
voru 5. Prófasturinn, séra Sigurður Gunnarsson hefur líklega
verið talinn skólastjórinn.
Þarna voru kenndar: íslenska, danska, enska, náttúrufræði,