Breiðfirðingur - 01.04.1993, Blaðsíða 35
BRÉF TIL MÓÐUR
33
guðspekinnar um allt land. Hann var t.d. upphafsmaður að
„Ganglera“, tímariti guðspekinga, sem enn kemur út.
Bréftil móður
Þorkatla kom dag einn á þorranum 1925 upp í Einarsbúð og
handlék pakka, er hún hafði nreðferðis. Þegar hún hafði tekið
utan af honum birtist bók og laus blöð. Um leið og hún leit til
Ollu sagði hún þetta vera bréf frá Sigurði sínum Kristófer og
bókina hefði hann skrifað. „Hún Rósa í Götu hefur lesið bréf-
ið fyrir mig, en mig langar til að heyra efni þess aftur. Þú
veist, að sjónin bagar mig til lesturs“, sagði Þorkatla um leið
og hún fékk Ollu hvorttveggja. Bréfið, sem þannig hljóðaði í
heild, var lesið hægt og skýrt, svo að ekkert færi fram hjá
gömlu konunni:
Laugarnesi 27. jan. 1925.
Elsku mamma mín!
Nú er senr oftar, að bréfið gerist síðkvæmt. Þú áttir að vera
búin að fá það löngu fyrr. Eg ætlaði að senda þér síðustu bók-
ina mína nokkru fyrir jól, en hún var lengur í prenti en mig
varði og því kemur hún ekki fyrr en þetta.
Þessa bók hefi eg minnst á við þig áður. Hygg eg að slíka
bók rnuni eg aldrei skrifa, jafnvel þótt eg yrði áttræður, en á
því eru ekki miklar líkur. Þykist eg hafa stofnað nýja grein
íslenskra fræða og er ofurlítið hreykinn af því, eins og þú
getur ef til vill skilið. Ekki býst eg við, að þú eða þið lesið
bókina alla, af því að sumir eru kaflar hennar ekki skemmti-
legir. En þeir þurftu að vera. Eg varð að hafa þá til þess að
sanna mál mitt. Nú á morgun eða hinn daginn á eg að senda
bókina til útlanda og mun senda hana tuttugu til þrjátigi
vísindamanna hér og hvar; sumir eiga heima í Danmörku,
aðrir í Þýskalandi og enn aðrir bæði í Englandi, Frakklandi,
Svíþjóð og Noregi. Þykir mér fróðlegt að heyra, hvað þeir
segja, því að eg geri ráð fyrir því, að þeir riti eitthvað um
3 Breififirðingur