Breiðfirðingur - 01.04.1993, Blaðsíða 150
148
BREIÐFIRÐINGUR
við vísnagerð af líku tagi. Kunn er gáta eftir hann sem hefst
svo: „Fór ég eitt sinn á fiskum víða“. Hún hefur svo mér sé
kunnugt tvisvar verið prentuð. I fyrra sinnið 1883 sérstök sem
örlítill pési 7 síður að stærð og þar er sagt að höfundurinn sé
Þorsteinn Jónsson. Kostnaðarmaður var Arni H. Hannesson.
Hlýtur það að hafa verið Árni Halldór Hannesson (1843—
1901), en um hann segir (Islenzkar æviskrár V. 276). „Hafði
gaman af að bera fram tvíræðar spurningar, og var því nefndur
Árni „gáta“.“ í seinna sinnið 1981 var þessi gáta prentuð í 1.
bindi af ritinu Leiftur frá liðnunr árum, sem sami prestur, séra
Jón Kr. ísfeld, gaf út.
Eins og getið var, er í bæjarvísunum nokkuð margt torráðið,
enda handrit það sem Hallgrímur notaði auðsjáanlega nokkuð
afbakað. Þess vegna var nokkur leit gerð í handritasafni
Landsbókasafns íslands og fundust þar fjögur handrit: Lbs.
2260, 4to, en það handrit var skrifað af Árna Gíslasyni land-
pósti (1853-1926). (íslenzkar æviskrár VI. 25; sbr. Stranda-
menn. 561). Á titilblaði stendur ártalið 1897. Næst er að nefna
Lbs. 1406, 8vo, sem skrifað er af Árna Halldóri Hannessyni
og er það handrit skrifað á árunum 1895-1900. í þriðja máta er
handritið Lbs. 3472, 8vo, sem er með hendi Kára Sólmundar-
sonar fræðimanns og samkvæmt handritaskrá skrifað á árun-
um 1932-1946 og er í því mikið af kveðskap af þessu tagi.
Fjórða handritið er Lbs. 4311, 4to og er það í vísnasafni Ein-
ars Þórðarsonar á Skeljabrekku, en handritaskrá segir að þetta
bindi vísnasafnsins sé skrifað af Jóni Jónssyni á Eyvindarstöð-
um. Einnig barst ritstjórn handrit frá Eiríki Jónssyni.
Við athugun á þessum handritum kom í Ijós, að þau voru
misgóð og virtust flokkast saman 2 og 2. í fyrra flokknum eru
tvö fyrstnefndu: Lbs. 2260, 4to og Lbs. 1406, 8vo, en í seinna
flokknum tvö þau síðarnefndu: Lbs. 3472, 8vo og Lbs. 4311,
4to. Við samanburð reyndist textinn skástur í fyrra flokknum
og varð það því til ráðs tekið að prenta texta bæjarímunnar
eftir handriti Árna pósts, þ. e. 2260. Þó var á nokkrum stöðum
fylgt texta hinna handritanna ef 2260 var eitt um texta og öll
önnur handritin voru samhljóða unr annan leshátt en var þá