Breiðfirðingur - 01.04.1993, Blaðsíða 43
BRÉFTIL MÓÐUR
41
Talmál kann að hafa að sumu leyti enn önnur lög. Þau eru
nefnd talandi á öðrum stað í ritinu.
Aðalhluti þess (bls. 44-202) ræðir um lögmál hrynjandi, og
er þeim kafla skipt í liðu, hendingaskil, kveður, hendingar og
hverjum þessara flokka í fjölda undirdeilda. í næsta kafla rits-
ins (bls. 203-349) eru sýnishorn úr ritum íslenskra höfunda frá
elstu tímum fram á vora daga, bráðnauðsynleg þeim, er nema
vilja rétta hrynjandi, því þar geta menn tamið sér reglur þær,
er höfundur hefur skýrt áður. Gildi þessa kafla er samskonar
gagnvart fyrri kaflanum sem lestrarbók gagnvart mállýsingu.
- Seinasti kafli bókarinnar, auk eftirspjalls og orðaskrár
(bls. 350-426), er um stuðlaföll í lausu máli; fyrst lögmál, þá
dæmi úr fomlögum, fom-sögum og ritum síðari tíma manna. -
„Má þessi kafli og heita nýjungar sem hinir og runninn ein-
göngu frá hugviti höfundar", segir dr. Páll Eggert Ólason í rit-
dómi, sem síðar verður nánar greindur.
Sigurður Kristófer þráði að halda svo heilsu, að hann fengi
að sjá ritdóma um „Hrynjandi íslenskrar tungu“, og hann
vænti þess, að í þeim yrði bent á margt, sem honum hefði
dulist. Hann lifði að sjá fjóra ritdóma, auk þess sem bókarinn-
ar var lauslega getið í blöðum, og þar haft við orð, að í henni
væru frumlegar kenningar um íslenska tungu. Verður í næstu
köflum rakið í stórum dráttum efni ritdómanna.
„Markverðust þeirra rita... “
Séra Jóhannes L.L. Jóhannsson, fyrrum prestur á Kvenna-
brekku, fékkst um þessar mundir við að semja íslenska orða-
bók og kanna ýmislegt um íslenskt mál.16 Hann skrifaði mjög
langan ritdóm um „Hrynjandi íslenskrar tungu“ og birti í blað-
inu „Verði“, en síðar í sérprentuðum bæklingi. Verður hér
gripið niður í hann:
„Þetta er svo merkileg bók, að eigi má minna vera, en að á
16. Sjá Jóhannes L.L. Jóhannsson: Nokkrar sögulegar athuganir urn helstu hljóð-
breytingar o.fl. í íslensku, einkum miðaldarmálinu (1300-1600). Rvík 1924.