Breiðfirðingur - 01.04.1993, Blaðsíða 76
74
BREIÐFIRÐINGUR
ingi sem rak Líftryggingafélagið Andvöku. Svo starfaði ég
sjálfstætt nokkurn tíma. En um þetta leyti snýst það nú þannig
að ég keypti með tengdaföður mínum jörð í Mosfellssveit,
Miðdal II. Það voru tvær jarðir í Miðdal. Guðmundur Einars-
son, ættaður úr Laugardal, hygg ég að hafi flutt að Miðdal og
keypt þá jörð alla. Hann var faðir Einars í Miðdal og Eiríks,
afa Vigdísar forseta. Hálflendan Miðdalur II var lengi í eyði.
Margir höfðu átt hana, þar á meðal Sigfús Blöndal útgerðar-
maður og Einar Benediktsson skáld. Hann hafði keypt jörðina
vegna gullnáms. Þar voru kvarsnámur í sameign sem gullvott-
ur fannst í. En eins og flest hin miklu fyrirtæki Einars beið
gullleitin skipbrot eftir fyrra stríð. Mér finnst að margir hafi
kastað steini ómaklega að Einari Benediktssyni og talið hann
fullkominn ævintýramann, en meta það ekki að stríðið 1914
átti vafalaust sterkan þátt í því að þessi fyrirtæki hans runnu út
í sandinn.
Umrædd jörð, Miðdalur II, var til sölu. Egill Ámason stór-
kaupmaður og börn hans höfðu eignast jörðina, meðal annars
vegna nýtingar á kvarsnámunum. En svo vildi Egill selja og
mér fannst þetta spennandi. Við Ríkarður Jónsson tengdafaðir
minn keyptum 1950, síðar var stofnað nýbýli úr hluta jarðar-
innar og skírt Dalland. Gamli bærinn hafði staðið í túninu í
Miðdal, en ég byggi Dalland upp á öðrum stað.
- Hvað bjugguð þið með?
- Það var sauðfé. Þarna var lítill heyskapur. Aðeins gamla
túnið í Miðdal. Þarna höfðum við þó sauðfé, enda beitilandið
geysivíðlent. Það kom á fjórða hundrað af fjalli síðasta haust-
ið. En þá kom upp gamaveiki. Eg lenti í að kaupa hrút sem
reyndist garnaveikur. Svo ekkert var annað að gera en hætta
sauðfjárbúskap. Upp úr þessu fór ég að stunda kennslu og var
fyrst kennari við Gagnfræðaskólann í Kópavogi. En fljótt kom
þá í ljós að ekki var hægt að stunda vinnu með því að búa
þarna vegna snjóalaga á vetrum. Þá byggðum við hús þar sem
nú er þéttbýlið í Mosfellsbæ þar sem við sitjum núna.
Þá varð ég fljótlega samhliða kennslunni fulltrúi sýslu-
mannsins í Gullbringu- og Kjósarsýslu.