Breiðfirðingur - 01.04.1993, Blaðsíða 97
MINNING AR
95
Foreldrar Kristjönu: Einbjörg
Þorsteinsdóttir og Hannes G.
Kristjánsson
og 10, og pabbi kom ekki. Svo varð hún 12 og öll nóttin leið,
og næsti dagur, og ekkert sást til ferða hans. Þá var enginn
sími og ekkert fréttist. Við vorum öll svo ósköp hnuggin, og
þegar næsta nótt og dagur leið án þess að hann kæmi heim,
voru allir vissir um að eitthvað hefði komið fyrir hann. Þá bað
ég guð af öllu hjarta, heitt og innilega að gefa okkur hann
pabba heilan á húfi heirn, og það hefur mamma líka gert og
við öll, og við vorum bænheyrð. Um hádegi þess þriðja dags,
frá því að búist var við honum, sá Sveinþór, vinnumaðurinn
okkar, til ferða hans, og hann var fljótur að segja okkur það.
Aldrei gleymi ég þeim fögnuði sem gagntók okkur öll, og við
þökkuðum guði af hjarta að hann hafði leyft honum að koma
aftur. Við vorum nú svo ósköp glöð yfir því að fá að hafa hann
pabba aftur hjá okkur heima, og mér fannst alveg ófært að
hann færi nokkurn tíma aftur frá okkur í póstferð. Hann þurfti
líka alltaf að vinna svo mikið heima í smiðjunni sinni. Þar var
afl og stór smiðjubelgur, sem blásinn var með því að toga í
band með handfangi, og þegar ég stálpaðist, fékk ég oft að
hjálpa honum við að blása fyrir hann. Það þótti mér mjög
gaman. Þegar eldurinn fölskvaðist sá ég þar allra handa mynd-