Breiðfirðingur - 01.04.1993, Blaðsíða 18
16
BREIÐFIRÐINGUR
óvart hafi Sigþór ekki verið ásamt fleirum á þilfari norðan til á
Röstinni í gær. Dagurinn var skjalfestur. Seinna um sumarið
kom skipið, sem Sigþór var á, heilu og höldnu upp á Ólafsvík
og kom þá í ljós, að þeir höfðu verið þennan sama dag norðan
til á Röstinni“.
Olla vildi fá meira að heyra af þessu tagi, og tók Þorkatla
vel undir það og sagði þá m.a.:
„Ég kenndi öllum mínum börnum að lesa, en ég gat ekki
haft þann hátt á að setja þau á hné mér og hafa stíl, eins og nú
er siður; ég mátti ekki missa tíma til þess. Þegar ég var við
rokkinn og spann, lét ég barnið vera við hlið mér, halda á bók-
inni og læra stafina á versi, sem ég hafði valið, og gat ég þá
leiðrétt það, án þess að hætta við spunann. Mér fannst eins og
mér hefði verið bent á framtíð hvers barns og valdi versið eftir
því. Eitt fyrir sig var það, þegar ég byrjaði að kenna Sigurði
Kristófer að lesa, flaug mér í hug versið að tarna í Hallgríms-
sálmum: „Höndin þín Drottinn hlífí mér, þá heims ég aðstoð
missi“. Var þá sem hvíslað væri að mér framtíð hans eins og
kom á daginn.
Ég fór aðeins einu sinni suður til þess að heimsækja Sigurð
minn Kristófer. Fólkið, sem ég gisti hjá í Reykjavík, vildi
endilega láta fylgja mér inn í Laugarnes. Ég kvað þess ekki
þurfa, ég mundi rata án þess. Það kom til af því, að ég hafði
þá eitt sinn um sumarið verið að hreykja mó uppi á fjalli og þá
eitthvað komið yfir mig, svo við mér blasti feikna stórt hús
með mörgum gluggum og vegurinn að því. Húsið færðist eins
og nær, og ég geng upp tröppur inn í það, síðan upp stiga og
tók þá við langur gangur. Inn af honum fer ég í herbergi, og
var sonur minn þar liggjandi í rúmi, sárveikur að mér fannst.
Meira var það ekki, en þessi sýn öll varð til þess, að ég dreif
mig suður og sannaðist þá, að það sem fyrir mig bar á mófjall-
inu var ekki tómt rugl“.
Þorkatla var talin stálgreind og minnug, og margt kunni hún
af sögum, þulum og vísum, svo sem fram kemur í bréfi Sig-
urðar Kristófers, er síðar verður birt. A Ólafsvíkurárunum var
Þorkötlu, þá komin yfir sjötugt, treyst til að stjórna fiskverk-