Breiðfirðingur - 01.04.1993, Blaðsíða 99
M I N N I NG AR
97
og hljóp oft við fót, er hún fór til starfa. Hún þurfti lfka oft að
hraða sér, því að nóg voru verkin og margt fólkið. Hún var
alltaf dugleg og áhugasöm og sístarfandi. Hún sagði líka við
okkur systurnar, undir eins og við höfðum lært að taka lykkj-
una: „Þið eigið aldrei að setjast svo niður, að þið ekki grípið
prjónana ykkar. Það er glögg lykkjustundin“.
En þrátt fyrir annir og umsvif gaf hún sér samt tíma til lest-
urs góðra bóka, og er ég hrædd um að lestrartíminn hafi oftast
verið næturnar, því að kl. 7 að morgni var hún aftur komin að
störfunr, sem héldust óslitin fram undir rökkur að vetrinum.
Þá settist hún með prjónana sína og kenndi okkur og fræddi.
Þá lærðum við líka falleg ljóð og sálma er við sungum saman,
og þá sagði mamma okkur allar sögurnar, alls konar þjóðsögur
og ævintýri, úr rímum og sögnum. Enginn kunni eins vel að
segja frá, allt varð svo lifandi, og atburðirnir komu svo eðli-
lega, að okkur fannst við vera með í öllum sögunum. Og æfin-
lega fóru sögurnar hennar mömmu svo vel, því að það góða
sigraði ætíð hið vonda. Og mamma hafði alltaf nógar sögur til
handa okkur börnunum sínum öllum, fósturbörnum og barna-
börnum, alltaf nýjar og nýjar sögur og allar jafngóðar og jafn-
vel þegnar.
En hún mamma mín kunni líka fleira en sögur. Hún kunni
þau ósköp af ljóðum, næstum alla Passíusálmana, fjöldann all-
an af lausavísum, rímur, afmælisljóð, brúðkaupsljóð, og svo
sálma og ættjarðarljóð. Hún söng vel, og sérstaklega voru
kvöldin söngtímar, áður en kveikt var. Þá komu líka leiksystur
okkar af næsta bæ, Viðvík, þær Kata, Sigga og Geira, en þær
voru dætur Arna Snæbjörnssonar og Margrétar sem bjuggu í
Viðvík, og voru okkar góðu nágrannar og leiksystur öll upp-
vaxtarárin. Þegar þær voru komnar hljómaði söngur um bæ-
inn frá baðstofunni okkar. Einu sinni þegar við vorum að
syngja öll ættjarðarljóðin sem við kunnum, kom prófasturinn,
séra Sigurður Gunnarsson, en af því að enginn tók eftir því að
barið var að dyrum, beið hann við baðstofudyrnar, þar til lögin
voru á enda. Þá kvaddi hann dyra og kom inn og þakkaði okk-
ur fyrir skemmtunina. Við höfðum þó sannarlega ekki veriö að
7 Breififirðingur