Breiðfirðingur - 01.04.1993, Blaðsíða 60
58
BREIÐFIRÐINGUR
í landi sást mjög vel hvað gerðist í aðalatriðum en fleiri
smábátar voru ekki til. Komu þá allir sem út komust karlar og
konur að sjósetja stærri bát sem stóð fyrir ofan fjöruna. Þessi
bátur var notaður til að draga uppskipunarbáta er vara var flutt
úr skipum til lands. Erfiðlega gekk að koma þessum bát á sjó
vegna jaka sem voru í fjörunni, en er hann var kominn á sjó
var strax róið áleiðis að flakinu. Skammt frá landi mætti hann
litla bátnum. Um borð í stærri bátnum var læknirinn. Ekki
þótti fært að taka lækninn um borð í litla bátinn og erfitt að
flytja fólkið úr litla bátnum í þann stærri, svo ákveðið var að
snúa báðum bátum til lands. Eftir að búið var að koma slösuð-
um í land, héldu báðir bátarnir út aftur áleiðis að flakinu. En
áður en þeir komust að flakinu sökk það.
Læknirinn, Kristján Jóhannesson, fór þegar að líta eftir
fólkinu, sem var nreð flugvélinni og kom þá í ljós að allir voru
meira og minna sárir. Guðrún Arnadóttir var með brotinn
vinstri framhandlegg og auk þess sár og marin allmikið.
Reyndar voru árangurslausar lífgunartilraunir í hálfa klukku-
stund við Maríu Guðmundsdóttur. Flugmaðurinn var sár á
höfði og vinstra fæti og auk þess marinn víða. Magnús Hall-
dórsson var með brotinn vinstri framhandlegg, marinn og sár á
höfði. Benedikt Gíslason var minnst sár, aðeins fremur lítið á
höfði.
Þau sem fórust með flugvélinni voru fjögur:
María Guðmundsdóttir, Reykjavík
Elísabet Guðmundsdóttir, Búðardal
Magnús Sigurjónsson, Hvammi
Einar Oddur Kristjánsson, Isafirði.
Þar sem líkur voru á því að lík þeirra sem fórust væru í
flugvélarflakinu ákváðu eigendurnir, Loftleiðir h.f., að gera
tilraun til að slæða upp flakið og sendu í því skyni kafara á-
leiðis vestur daginn eftir. En nóttina milli 13. og 14. mars var
blæjalogn og hörkufrost svo að fjörðurinn var allagður ísi. Var
því ekkert hægt að hafast að við leit þann dag. Loftleiðir h.f.
leigðu tvo vélbáta, Hrímni frá Stykkishólmi og Sigurfara frá
Flatey til að slæða og ná upp flakinu. Biðu þeir reiðubúnir til