Breiðfirðingur - 01.04.1993, Blaðsíða 112
110
B R B 1 Ð F I R ÐI N G U R
Kristjana V. Hannesdóttir stend-
ur, Ingibjörg Hannesdóttir situr.
Myndin er tekin um 1920.
heilsufræði, saga og reikningur. Af öllum námsgreinum hafði
ég ánægju, ekki síst af tungumálunum, sérstaklega enskunni,
enda kenndi hana ungur og laglegur maður, sem var mennta-
skólanemi, en las utanskóla það árið. Hann hét Hallur Halls-
son, síðar tannlæknir í Reykjavík. Móðir hans, sem var ekkja,
átti þá heima í Stykkishólmi, og systir hans, Asta, var skóla-
og fermingarsystir mín. Hún var líka með okkur í unglinga-
skólanum. Asta trúði okkur fyrir því að Hallur ætti unnustu á
ísafirði, svo að ekki var hætta á því, að við stúlkurnar í skól-
anum færum að elta hann. En enskunni gerðum við góð skil,
sömdum sendibréf á ensku og skrifuðumst á, sérstaklega voru
það systurnar Gunna Olga og Inga Ágústsdætur sem skrifuðu
okkur systrum næstum daglega á ensku.
Þarna var skemmtilegt að vera - og læra með jafnöldrum
og leiksystkinum. Sérhver dagur hafði alltaf eitthvað nýtt,
fróðlegt og skemmtilegt að færa.
Einn daginn - í febrúar rétt þegar við vorum tilbúnar að
fara í skólann, andaðist blessunin hann afi minn - Kristján,