Breiðfirðingur - 01.04.1993, Blaðsíða 20
18
BREIÐFIRÐINGUR
eða sjö ára, en hins vegar hefur fest í mér, að það gerðist á
laugardag fyrir páska. Pabbi þinn hafði þá verið formaður
nokkrar vertíðir. Þennan dag réri hann og voru sjö á. Svo
snöggt breytti um veður og ruddi upp sjó, að ólendandi varð á
Völlum og eins ytra, í Bug og Olafsvík. Hann tekur þá til
bragðs í þessu líka gufuroki og svaðabrimi að hleypa upp í
Lúsakrók og lánast svo vel, að bátnum varð bjargað á land
óbrotnum. Lengi var talað um þessa landtöku sem sjó-
mennskusnilld.
Það eru þessir atburðir ásamt öðrum álíka, sem hafa verið
að vefjast fyrir mér, þegar ég hef verið að leita svara við því,
hvort á þá beri fremur að líta sem tilviljanir en forlög. Oft
hefur komið í hug mér, að forvitnilegt væri að kynnast skoðun
Sigurðar míns Kristófers á þessu álitamáli“.
I einu riti sínu hefur Sigurður Kristófer svarað þeirri áleitnu
spurningu móður sinnar um tilviljunina og þá á þessa leið.
„Þeim mönnum fjölgar óðum, sem eru þeirrar skoðunar, að
trúin á tilvist hinnar hreinu og ómenguðu tilviljunar sé í
rauninni eins konar andleg eftirlegukind frá bernskuárum
mannkynsins, og ætti hún að fara að eldast af því. Meðan
mann- kynið var í bernsku - en nú er það að minnsta kosti
komið á æsku- eða unglingsárin - var trúin á tilviljunina svo
rík, að allt sent gerðist átti að vera sprottið af tilviljun og
henn óskiljanlegri. En þá er vitsmunum manna tók að vaxa
fiskur um hrygg, fóru þeir að koma auga á fleiri orsakasam-
bönd, uns hina mestu spekinga tók að gruna, að tilviljunin
gæti naumast verið til. Höfundur tilverunnar hlýtur að stjórna
öllu, smáu sem stóru, eftir fastákveðnum reglum - hnitmiða
allt við vilja sinn eða það, er vér köllum lögmál tilverunnar.
Þess vegna sagði líka spekingurinn Plato: „Guð ræður og
reiknar.“
En allt er eins hið innra sem hið ytra. Hin andlega náttúra
drottnar eins hið innra með mönnum og skepnum; þar lýtur
hver tilfinning og hugarhræring ákveðnum lögmálum. Þar á
tilviljunin ekki frernur griðland en hið ytra. En þar leynist oss
ef til vill orsakasambandið að sínu leyti eins og að leyndist