Breiðfirðingur - 01.04.1993, Blaðsíða 25
BRÉF TIL MÓÐUR
23
allt tilsagnarlaust. Hann hafði þann hátt á að taka eitt verkefni
í senn og las rækilega og með áhuga, þangað til hann skildi og
hafði lært svo vel, að engin hætta var á, að það læki úr honum
eins og hripi.
Framan af þótti honum erfitt að læra ensku, eða þangað til
hann náði í bækur Darwins. Um það sagði hann: „Þá fór mér
fyrst að fara fram í málinu, þar fann ég nokkuð, sem ég hafði
ánægju af að lesa, þar hitti ég skýra, rökrétta og frumlega
hugsun, setta fram á skínandi fögru máli“.7 Darwin var einn af
hans mestu uppáhaldshöfundum til dauðadags. Seinna las
hann fjölda bóka og ritgerða á ensku um guðspeki. trúfræði,
heimspeki og náttúrufræði. Margt þýddi hann úr ensku. Hann
komst vel niður í þýsku á bók, las t.d. á því máli mikið rit í
stjörnufræði. Dönsku las hann og talaði og hafði mikla þekk-
ingu á öðrum norðurlandamálum.
A fyrri árum sínum í Laugarnesi fór Sigurður Kristófer að
læra esperantó, en þó einkum eftir að kennslubók Þorsteins
Þorsteinssonar, síðar hagstofustjóra, kom út, sem var 1909.
Sigurður Kristófer varð mjög leikinn í því máli og kenndi
nokkrum sjúklingum það svo vel, að oft mátti heyra langar
samræður þeirra á esperantó. Hann þýddi á það mál mörg
kvæði eftir Jónas Hallgrímsson. Mjög góð þótti þýðing hans á
„Blá blá“, er birtist í ritum esperantista. Hann hafði allmörg ár
bréfaskipti við esperantómenn víðs vegar um lönd, en trénað-
ist smám sanran upp á því, þegar þau virtust lítt fallin til nokk-
urs þroska, en vera nrest um frínrerkjakvabb og aðra slíka
markleysu.
Sigurður Kristófer unni íslenskri tungu mjög heitt og varð
beinlínis reiður, ef hann sá illa skrifað íslenskt mál. Hann
lagði sig því rnjög fram um að tenrja sig að skrifa fyrirmynd-
armál og varð rnikið ágengt. - Hann gerði meira en að nema.
Lærdómurinn stálmaði ekki í honum, eins og stundum getur
borið við. Hann veitti óspart af því, sem hann átti og þráði
heitt að fræða aðra.
7. Vörður 5. september 1925.