Breiðfirðingur - 01.04.1993, Blaðsíða 157
NAFNAGÁTA EÐA BÆJARVl'SUR UM LAXÁRDAL
155
8.—9. Hjarðarholt. (Bólstaður Ólafs pá).
10. Ljárskógar.
11. Hróðnýjarstaðir. (Óvíst hvað naust koma hér við nafn. Framburðar-
skekkja kann að konta hér til þannig, að Hróð hafi breyst í Hróf. I dag
tíðkast hjá sumurn latmælið Hrónjastaðir, og er dálítið skrýtið í ritniáli).
12. Vígholtsstaðir.
13. Smágilsstaðir. (Svo virðist helst vera að skilja nafnið í stað Spágilsstað-
ir).
15. Goddastaðir. (Bólstaður Þórðar godda, er fóstraði Ólaf pá).
16. Lambastaðir. (Þar bjó Lantbi Þorbjarnarson, hálfbróðir Ólafs pá).
17. Gillastaðir. (Hér hefur Þorsteini farið sem fleirum, að rugla saman
ntannsnafninu Gilli, sem bærinn er kenndur við, og gulli eða gyllingu).
18. Sámsstaðir. (Sámur hét hundur Gunnars Hámundarsonar á Hlíðarenda).
19. Hamrar. (Hamarinn er í hendi smiðs).
20. Sólheimar.
21. Hér eru þáttaskil. Farið er yfir Laxá.
22. Ætti að vera Hólkot eða Dönustaðasel, seinna Pálssel.
23. Dunustaðir. (Þrurnan skilar dununt, hávaða; eða Dönustaðir dregið af
Dönum).
24. Gröf. (Síðasti sængurstaðurinn).
25. Svarðhóll (Svarfhóll).
26. Þrándarkot. (Hér virðist vera vísað til Þrándar í Götu).
27. Leiðólfsstaðir. (Hér skákar Þorsteinn mér alveg. Ef til vill kunna fræði-
menn svör).
28. Homsstaðir.
29. Höskuldsstaðir. (Höskuldur flutti Melkorku til fslands).
30. Sauðhús. (Upphaflega sauðahús, fjárgeymsla).
32. Saurar.
Skýringar í texta gátunnar eru settar af útgefenda hér, en eftir-
taldar greinar í skýringum við gátuna eru eftir H. J.; 4.-9., 11.,
15.-17., 19., 24., 27., 29.-30. Aðrar hefur undirritaður samið
með góðra manna hjálp, þótt ekki hafi tekist að leysa allt, eins
og t. d. athugasemd H. J. um Leiðólfsstaði ber með sér.
Einar G. Pétursson