Breiðfirðingur - 01.04.1993, Blaðsíða 89
MINNINGAR
87
3. Ástríður - var enn systir Guðbjargar. Hennar dætur voru
Júlíana og Herdís, sem báðar giftust Sturlaugi frá Akureyj-
um á Gilsfirði.
Kristján faðir Þorsteins afa míns var norðlenskur að ætt, og
Steinunn kona hans að líkindum líka. Steinunn varð 3- eða
4-gift, og var Kristján fyrsti maður hennar. Þau bjuggu að
Keisbakka á Skógarströnd. Annar maður Steinunnar hét Egill
og 3. Jónas. Þeirra son var Jónas faðir Guðjóns sem bjó í Árn-
húsum á Skógarströnd. Seinasti maður Steinunnar var Einar
faðir Guðbjargar móðurömmu minnar. Þau bjuggu í Skriðu-
koti í Haukadal (Dalasýslu) og þar hafa þau Guðbjörg amma
mín og Þorsteinn afi minn kynnst - og þar byrjuðu þau
búskap. Hálfsystir Þorsteins (að móðurinni) var Hólmfríður
móðir Ásu Tómasdóttur - móður Hólmfríðar í Seljalandi og
Margrétar og Jóns á Hóli í Hörðudal. Hólmfríður móðir Ásu
Tómasdóttur bjó í Snóksdal og hét maður hennar Guðmundur.
Þeirra dóttir Margrét á Þorbergsstöðum, en Ása og Guðrún
Tómasdóttir á Syðra-Fjalli í Borgarfirði, voru alsystur, báðar
dætur Hólmfríðar í Snóksdal og Tómasar á Ketilsstöðum.
Systkini móður minnar (Einbjargar) voru:
1. Kristján, - faðir Kristólínu á Völlum í Fróðárhrepp. Hann
og Sigurlína kona hans áttu 16 börn, en upp komust 7 syst-
ur og 1 bróðir.
2. Steinunn, - hún var ógift og drukknaði af báti er fórst við
Svörtutanga við Stykkishólm. Hún var þá um tvítugt.
3. Ingibjörg, - dó innan við tvítugt á Fellsenda í Dölum.
4. Kristjana - giftist Kristmundi Jónssyni, ættuðum úr Helga-
fellssveit - að föðurnum - en móðir Kristmundar var Krist-
ín, systir Hallgríms á Staðarfelli. Kristjana og Kristmundur
áttu Sigurð, Jón, Kristján og ef til vill fleiri börn. Þau hjón
fluttu til Ameríku og bjuggu í Nýja Islandi.
Þorsteinn Kristjánsson afi minn fluttist til Ameríku 1879,
og með honum Valgerður Jónsdóttir, ættuð úr Dalasýslu. Þau
giftust þar og áttu 3 börn - Jón, Júlíönu og Hermann. Jón varð
smiður, eins og faðir hans, sem hefur stundað smíðar eftir að
hann fluttist til Ameríku, en Hermann varð útgerðarmaður.