Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1993, Blaðsíða 135

Breiðfirðingur - 01.04.1993, Blaðsíða 135
FERÐAMINNING 133 Baldur er nú að koma frá Flatey þétt setinn farþegum og bílum, þarna hitti ég Jón Dalbú Agústsson, er ég kenndi að stafa í gamla daga. Þetta er nú ekki höfnin sem bátar lögöust að í mínu ungdæmi, sundið milli Súgandiseyjar og lands er fyllt upp og vegur út í eyna, og er nú þarna góð höfn en um leið opnuð leið hverjum sem vill til eyjarinnar fögru sem var helgidómur í gamla daga, fórum þá á bát út í hana til spari, nú vaða allir þarna upp óhindrað, þetta eru hálfgerð spjöll. Við keyrum upp að bókasafninu gamla og nýja, þarna er út- sýnið hvað best yfir hinn fagra Breiðafjörð, Hestur, Skyr- tunna, Narfeyrarfjall, Klárfell og til Dala, Fellsströndin, Klakkeyjar og alla leið að Skor í vestur eru eyjarnar Elliðaey, Höskuldsey, Melrakkaey, Vaðstakksey, Kiðey, Sellón, Bjarnar- hafnarfjall og Eyrarfjall, Snæfellsjökull, dýrlegustu verkefni listmálara í allar áttir. Nú keyrum við aðeins upp fyrir bæinn, þar sem áður voru vötnin blá í minni æsku, og skemmt sér dýrlega á skautum í tunglsljósi og norðurljósadýrð, nú er þetta þurrkað upp, fagrar flatir og tjaldstæði fyrir ferðafólk. „Þarna var líka þétt setinn Svarfaðadalur“, allt hvítt af tjöldum og bílum, fólkið sólaði sig í blíðunni sem það væri á sólarströnd. Við drukkum þarna kaffi úr brúsanum hennar Halldísar og nutum blíðunnar eins og hitt fólkið, ég naut alls þessa. Þarna var Grænásinn minn er forðum ég rak kýrnar til í æsku minni. Allt er breytt, ég líka, gömul 85 ára kona. Aðeins: „Vermir sólblíð sunna sæludögum frá“. Silli og Halldís fara nú í eyjaferð, en ég er heima á hótelinu, sit við gluggann og sé bátinn fara inn fjörðinn fagra í spegilsléttum sjó. Nú hringi ég til frænku minnar Svöfu Oddsdóttur 92 ára, við erum bræðradætur, spjölluðum lengi saman, nú kemur bát- urinn aftur eftir tæpa 2 klst. siglingu, sé hann lóna við Hvíta- bjarnarey og Skoreyjar, þau koma svo syngjandi sæl úr ferð- inni. Borðum svo indælan mat, sofum mæta vel. Nú á að fara að taka saman og kveðja. Sigurður Skúli hótel- stjóri er kominn aftur, hann var er við Jón vorum þar fyrir 5 árum og tók okkur af rausn. Kveðjum alla og fæðingarbæ minn með þökk. Komum við í Bjarnarhöfn á heimleiðinni,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Breiðfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.