Breiðfirðingur - 01.04.1993, Blaðsíða 100
98
B R I- I D l'IRÐIN C. U R
syngja fyrir hann, og hefðum við vitað að hann var að hlusta á
okkur, hefðum við víst fljótlega þagnað. Séra Sigurður var
höfðinglegur maður, gráhærður og mjög virðulegur, og mér
fannst að enginn maður gæti verið prófastur nema hann væri
eins og séra Sigurður Gunnarsson. En hann var liið mesta ljúf-
menni og hafði gaman af að gefa sig á tal við krakka. Eg
minnist þess einu sinni, er ég var svo ung að ég enn ekki hafði
lært annað en bænirnar mínar, og lítillega þekkti ég stafina í
stafrófskverinu, að prófasturinn kom að húsvitja. Hann próf-
aði þá um leið Imbu systur mína í lestri og lét hana lesa Faðir
vor, en skipti sér ekkert af mér því að ég var svo lítil. En ég
varð mjög móðguð, og fannst ég alveg eins mega sýna hvað
ég gæti. Eg held að hann hafi rennt grun í hvernig mér var
innan brjósts því að hann fór að tala við mig um ýmislegt sem
hann hélt að ég hefði gaman af, og þegar hann kvaddi mig
sagði hann: „Má ég koma aftur?“ Eg var ekki alveg viss um
hverju ég ætti að svara, því að ég var þá ekki enn orðin ánægð
við hann, en sagði þó: „Ef þú þarft.“ Þá fóru allir að hlæja, og
ég hálfskammaðist mín, því að ég fann að ég hafði ekki verið
nógu kurteis við prófastinn.
Bernskulönd
Systurnar frá Viðvík, þær Kata, Sigga og Geira, voru okkur
mjög kærar. Við lékum okkur saman, vetur, sumar, vor og
haust og okkur kom ævinlega vel saman. A veturna vorum við
saman að leikjum úti á Asmýrinni, sem er milli bæjanna Ass
og Ness. Þar var oft gaman að vera, svellið þar var oftast slétt
og skemmtilegt. Þangað sótti líka unga fólkið úr kaupstaðn-
um, til að skemmta sér á skautum. Piltarnir voru þá stundum
með lítil segl - létu vindinn þá bera sig, og sigldu eftir svell-
inu. Ef við þá vorum á sleðum, eða bara með fjalir, settum við
í þær taug og létum þá draga okkur eftir svellinu. Það þótti
okkur mjög skemmtilegt.
A sumrin lékum við okkur í hólunum á túninu, en hólarnir í
Nestúninu eru margir og breytilegir, og þar var hægt að hafa