Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1993, Page 100

Breiðfirðingur - 01.04.1993, Page 100
98 B R I- I D l'IRÐIN C. U R syngja fyrir hann, og hefðum við vitað að hann var að hlusta á okkur, hefðum við víst fljótlega þagnað. Séra Sigurður var höfðinglegur maður, gráhærður og mjög virðulegur, og mér fannst að enginn maður gæti verið prófastur nema hann væri eins og séra Sigurður Gunnarsson. En hann var liið mesta ljúf- menni og hafði gaman af að gefa sig á tal við krakka. Eg minnist þess einu sinni, er ég var svo ung að ég enn ekki hafði lært annað en bænirnar mínar, og lítillega þekkti ég stafina í stafrófskverinu, að prófasturinn kom að húsvitja. Hann próf- aði þá um leið Imbu systur mína í lestri og lét hana lesa Faðir vor, en skipti sér ekkert af mér því að ég var svo lítil. En ég varð mjög móðguð, og fannst ég alveg eins mega sýna hvað ég gæti. Eg held að hann hafi rennt grun í hvernig mér var innan brjósts því að hann fór að tala við mig um ýmislegt sem hann hélt að ég hefði gaman af, og þegar hann kvaddi mig sagði hann: „Má ég koma aftur?“ Eg var ekki alveg viss um hverju ég ætti að svara, því að ég var þá ekki enn orðin ánægð við hann, en sagði þó: „Ef þú þarft.“ Þá fóru allir að hlæja, og ég hálfskammaðist mín, því að ég fann að ég hafði ekki verið nógu kurteis við prófastinn. Bernskulönd Systurnar frá Viðvík, þær Kata, Sigga og Geira, voru okkur mjög kærar. Við lékum okkur saman, vetur, sumar, vor og haust og okkur kom ævinlega vel saman. A veturna vorum við saman að leikjum úti á Asmýrinni, sem er milli bæjanna Ass og Ness. Þar var oft gaman að vera, svellið þar var oftast slétt og skemmtilegt. Þangað sótti líka unga fólkið úr kaupstaðn- um, til að skemmta sér á skautum. Piltarnir voru þá stundum með lítil segl - létu vindinn þá bera sig, og sigldu eftir svell- inu. Ef við þá vorum á sleðum, eða bara með fjalir, settum við í þær taug og létum þá draga okkur eftir svellinu. Það þótti okkur mjög skemmtilegt. A sumrin lékum við okkur í hólunum á túninu, en hólarnir í Nestúninu eru margir og breytilegir, og þar var hægt að hafa
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.