Breiðfirðingur - 01.04.1993, Blaðsíða 90
BREIÐFIRÐINGUR
Júlíana giftist og eignaðist átta börn, sem komust upp og gift-
ust flest - en 2 börn missti hún. Hún bjó í Arborg Manitoba en
dó í febrúar 1952. Afkomendur hennar búa þar og í grennd
(1954), allt myndarfólk.
Þorsteinn afi minn dó í Ameríku 1897, en Valgerður kona
hans 7 árum seinna.
Guðbjörg amma mín dó 1887. Hún drukknaði af báti á leið-
inni frá Fagurey til Stykkishólms. Þá var mamma mín 19 eða
20 ára gömul, fædd 22. ágúst 1867. Hún var þá hjá frændkonu
sinni Jófríði Hallsdóttur húsfreyju á Ytra-Leiti á Skógarströnd
og þar dvaldist hún fram yfir tvítugsaldur, er hún sjálf hugðist
stofna heimili. Aður fylgdist hún að mestu með móður sinni,
sem var ráðskona bæði í Eyrarsveit og undir Jökli og hafði
einnig aðra vinnu á köflum. Faðir minn ólst upp í Stóra-
Langadal hjá foreldrum sínum og systur hans tvær, Jónína og
Júlíana. En þegar hann var 5 ára gamall, missti hann móður
sína. Þá var Jónína 8 ára en Júlíana 3ja. Tveim árum síðar
kvæntist afi minn í annað sinn Sigurborgu Narfadóttur frá
Kóngsbakka í Helgafellssveit, og eignuðust þau börn, en
aðeins eitt komst til aldurs, Valgerður sem óx upp með for-
eldrum sínum og giftist síðar Magnúsi Jónssyni frá Asi við
Stykkishólm. Þeirra börn eru: Jón, húsgagnasmiður í Reykja-
vík, Sigurborg, húsfreyja á Kóngsbakka í Helgafellssveit og
Ólafur, búsettur smiður í Reykjavík. Jónína systir pabba míns
fór snemma að vinna fyrir sér á ýmsum stöðum. Er hún var 29
ára fluttist hún alfarin til Ameríku. Þar giftist hún Marteini
Jóhannessyni, ættuðum úr Dalasýslu, en missti liann er börn
þeirra voru á unga aldri. Þau voru tvö, Margrét og Valtýr
Jóhannes, bæði gift í Winnipeg. Jónína dó í febrúar 1952. Jón-
ína var með afbrigðum dugleg kona, myndarleg í sjón og raun,
frændrækin, guðhrædd og alúðleg. Hún skrifaði mér stöðugt
eftir að faðir minn dó, og bera bréf hennar ljósan vott um ætt-
rækni hennar og ástúð.
Júlíana var yngst þeirra systkina. Hún giftist Magnúsi Jóns-
syni bókhaldara í Stykkishólmi. Þeirra börn eru: Sigurður,
verslunarmaður í Hafnarfirði (kvæntur Ragnheiði Einarsdóttur