Breiðfirðingur - 01.04.1993, Blaðsíða 13
BRÉF TIL MÓÐUR
11
Guðbrandur Sigurðsson í Bifröst í
Ólafsvík.
Hún hafði jafnt í ekkjustandi sem með bónda sinn veikan
orðið að baslast áfram á eigin spýtur og þurfti til þess bæði
dug og kjark. Reynslan leiddi í ljós, að bún var vinnuvíkingur,
enda snemma orðið að taka til hendi. Meðan hún var enn
heirna í föðurgarði í Fossárdal, byrjaði hún 13 ára gömul að
róa til fiskjar á báti, sem fleytt var úr Bugsósi. Þaðan réri hún
einnig stundum, meðan hún var í Klettakoti, en miklu oftar fór
hún þó inn á Velli til róðra. Hún bar þá bjóðið, kassann, sem
beitt línan var í - 120 önglar - á öxl sér, en sú leið var ekki
farin gangandi á skemmri tíma en þrem stundarfjórðungum.
Ofan á bjóðinu hafði hún fjöl, svo að línan með beitunni hagg-
aðist ekki. Þannig fór hún kvölds og morgna, þegar gaf á sjó,
og kom sér vel að hún var létt á fæti. Víst er, að Þorkatla réri
sex vertíðir frá Völlum, meðan hún var í Klettakoti, og síðar,
þá er hún var flutt í Dall, réri hún úr Vallnavör og var þá
stundum formaður.
Leikbræður Sigurðar Kristófers á Völlum voru einkum
Hans Árnason á Holti og Bjarni Árnason í Bakkabæ, en þeir
voru á svipuðum aldri. Hans var þá að alast upp hjá foreldrum
sínum, en Bjarni, sem seinna bjó í Einarsbúð, hjá frændfólki
sínu. - Skammt frá Holti er Holtstjörn, mörgum bátnum var