Breiðfirðingur - 01.04.1993, Blaðsíða 98
96
B R E I Ð F I R Ð I N G U R
ir, allskonar fólk, ríðandi og gangandi í fáránlegum búningum,
hús og kirkjur og heilar borgir. Ekki veit ég hvort hann pabbi
minn hefur þá tekið eftir nokkru slíku, enda hafði hann hug-
ann við að smíða, stór glóandi járn lagði hann á steðjann, og
barði þau með hamrinum svo að úr urðu allskonar hlutir, stórir
járnboltar, skeifur, naglar o.m.fl. Og glóandi sindrið þyrlaðist í
allar áttir frá steðjanum. Eg stóð til hliðar á meðan svo að ég
yrði ekki fyrir, en mikið fannst mér til alls þessa. Stundum
smíðaði hann líka aðra hluti, sem mér fannst ekki minna varið
í, svo sem svipuhólka úr silfri með allskonar renndu flúri,
steypta kertastjaka, brennimörk, tengur o.m.fl. úr látúni, og
jafnvel smíðaði hann silfurmillur á upphlutinn hennar mömmu
og silfurstjörnu á belti handa Imbu systur.
Allt var þetta gljáandi fægt og fínt, þegar það var tilbúið, og
æfinlega sýndi hann mömmu alla þessa hluti, þegar þeir voru
búnir, svo að hún gæti líka glaðst yfir vel unnu verki.
Honum pabba mínum féll aldrei verk úr hendi, og hann
mátti ekki oft leyfa sér það að hvíla sig í rökkrinu, eins og svo
margir gerðu þá, en það var siður að leggja sig þá til svefns.
Þó kom það fyrir að hann hallaði sér þá upp í rúmið sitt en
hvort hann hefur sofnað veit ég ekki. Við krakkarnir sátum þá
kyrlát og hljóð hjá mömmu og lærðum af henni kvöld- og
morgunbænimar okkar, þær kann ég og les ennþá. Þessar
kyrru rökkurstundir voru okkur öllum vissulega heilagar,
þrungnar af þakklæti, trausti og auðmýkt til almáttugs föður á
himnum.
Mamma
Hún mamma mín var lítil kona vexti en nokkuð þéttvaxin,
falleg í vexti og á velli, fríð í andliti með grá augu og ljósjarpt
hár. Hún var glaðleg og frjálsleg í framkomu kát og léttlynd,
en ákveðin í skoðunum og sagði hiklaust meiningu sína hver
sem í hlut átti. Þó var hún afar vinsæl og vel látin af öllum,
sem þekktu hana enda gestrisin, greiðvikin og gjöful, af sínum
takmörkuðu efnum. Hún var alltaf rösk og Iétt í hreyfingum,