Breiðfirðingur - 01.04.1993, Blaðsíða 29
BRÉF TIL MÓÐUR
27
„Fegurð íslenskrar sálar
var alstaðar nálcegt í ritum Kristófers “
Eins og fyrr hefur verið getið var Sigurður Kristófer ekki
ánægður með það að nema sjálfur, hann vildi umfram allt láta
aðra njóta góðs af þekkingu sinni. Þess vegna frumsamdi hann
og þýddi bækur, ritaði blaðagreinar, samdi fyrirlestra og
fræddi alla, sem hann náði til og af honum vildu fræðast. Það
starf, sem hann leysti af hendi með þessum hætti síðustu árin,
oft sárþjáður, var svo mikið, að þeir, sem best þekktu hann og
mest mátu verk hans, skildu ekki, hvernig hann fékk afkastað
því. Rit hans urðu 18, þar af 12 þýðingar og sex frumsamin.
Þó var mikið óprentað enn af fyrirlestrum hans og þýðingum,
þegar hann féll frá. Fyrsta bók hans kom út 1912, en tvær þær
síðustu 1924. - Sagt var að ritstörf hans hefðu mikil áhrif á
menn, en umgengni hans og návist ennþá meiri.
Þar sem í mörgum af ritunum, sem Sigurður Kristófer
þýddi, var fjallað um efni, er landsmönnum voru framandi,
komst hann ekki hjá mikilli nýyrðasmíð, og sama gegndi um
sum frumsamin verk hans, einkum þó „Hrynjandi íslenskrar
tungu“. Þykja mörg nýyrði hans falleg og prýðilega hittin.
Hinum erlendu ritum kom hann á ljómandi íslenskt mál, þótt
þau væru erfið í þýðingu. Ritið, sem honum mun hafa reynst
seinlegast að þýða, voru „Hávamál Indíalands", en þau eru 18
kviður og í hverri 47-77 vers. Sú bók kom út í þýðingu hans
1924 og aftur 1978.
Hávamálin eru fræðsluljóð, er fjalla um trúarheimspeki.
Þess vegna hafa þau orðið Indverjum guðræknisbók, eða eins
konar „passíusálmar“ kynslóð eftir kynslóð. Hér verður ekki
birt neitt af „Hávamálum Indíalands“, en hins vegar hluti af
þeirri skýringu, sem Sigurði Kristófer þótti nauðsynlegt að
fylgdi þýðingu hans:
„Þegar svo er komið, að þjóðirnar hljóta að kynnast meira
en nokkru sinni áður, ríður mjög á því, að þeim lærist það að
skilja hver aðra betur og betur. Viðkynning þeirra verður að