Breiðfirðingur - 01.04.1994, Blaðsíða 81
MINNINGAR
79
þá bóndi í Hraunsfirði. Hinir tveir sem drukknuðu voru Gísli
Kárason bóndi á Horni og Jónas bóndi á Selvöllum. Þeir
höfðu ætlað að sigla sundið, en þá kom hvöss vindhviða á
móti og sló í baksegl, og bátnum hvolfdi. Valgrímur komst á
kjölinn, og þess vegna gátu þeir Bjarni bjargað honunt. Eftir
tvo daga gat hann farið heim til sín.
Eftir þetta fannst nrér ekki skemmtilegt í Akureyjum, enda
var þá rétt útrunninn tíminn, sem ég hafði lofað að vera þar.
Ég fór því heim í næstu viku - og indælt fannst mér nú að
vera aftur heima.
Kennaraskólinn
Þetta sumar - 1914 - varð það að ráði, að ég færi í Kennara-
skólann um haustið. Ég átti nú svo sem takmarkaða peninga,
en pabbi og mamma vildu hjálpa mér eftir getu.
Kona hét Hólmfríður Gísladóttir og hafði búið hér í Stykk-
ishólmi. Hún var ógift, en hafði alið upp frænda sinn og að
mestu bróður hans líka. Nú voru þeir komnir frá henni og hún
flutt til Reykjavíkur. Þar hafði hún tekið að sér heintili frænd-
konu sinnar, sem dó frá fjórum ungum börnum. Maður þessar-
ar frændkonu hét Júlíus Hallgrímsson og var dyravörður í
Barnaskóla Reykjavíkur og bjó þar í kjallaranum. Hólmfríður
var í ætt við pabba minn og góð kunningjakona okkar allra.
Þessari konu skrifaði pabbi og bað hana að taka mig í fæði og
húsnæði næsta vetur og vildi borga eitthvað upp í kostnaðinn
með búsafurðum að haustinu. Þetta varð að ráði.
Ingibjörg systir mín ætlaði líka að dvelja í Reykjavík þenn-
an vetur, en hún þurfti ekki að fá efnalega hjálp frá foreldrum
okkar, því að hún réði sig í vetrarvist á góðu heimili, þar sem
hún vann í eldhúsi og lærði um leið matreiðslu o.rn.fl. Hún var
svo snemma sjálfstæð, dugleg og myndarleg, og umfram allt
fórnfús. Hún vildi á allan hátt stuðla að því að ég gæti farið í
skólann.
Við urðum svo samferða til Reykjavíkur - lögðunt af stað
með gufuskipinu „Vestu“, sem þá hafði áætlunarferðir milli