Breiðfirðingur - 01.04.1994, Blaðsíða 37
LIÐIN TÍÐ
35
hét og heitir réttin þeirra á Hellissandi enn í dag. Eftir réttirnar
kont annatími við að slátra, því þá slátruðu allir lieima hver
fyrir sig, en oft var það unnið í samvinnu.
Það var eins með nýtingu á innmat úr landskepnunni eins
og fiskinum, hún var algjör, það var allt hirt. Það var gerður
blóðmör úr blóðinu, lifrarpylsa úr lifrinni, kjöt var næstum allt
saltað í tunnur og geymt þannig. Þá voru víða ennþá hlóða-
eldhús og þar var mikið reykt af kjöti, en svo voru aðrir
sem áttu smákofa til að reykja kjöt í, því allir sem áttu sláturs-
fé vildu eiga nóg af hangiketi. Ristlar og garnir voru hreinsað-
ar og úr þeim gert garnabaggar og lundabaggar. I garna-
bagga var notað vambaþykkildi, hálsæðar, og einnig voru
teknar lengjur úr magálnum. Utan unt þetta var svo vafið
görnunum.
Efnið í lundabaggann var eins og nafnið bendir til að lund-
irnar voru teknar úr skrokkunum og utan um þær var ristlinum
vafið, en oft var sett inn í hann endar af ristlunum og ræmur af
magálunt. Þá var búin til rúllupylsa, það voru margir sem tóku
magálinn úr í heilu lagi um leið og kindin var gjörð til. Það
var sett saman ntikið af kryddi og sett í ntagálinn um leið og
honum var rúllað saman. Síðan var hann saumaður sarnan og
undinn þétt með garni. Allt var þetta soðið strax og súrsað
með slátrinu. Þá voru hausar og lappir sviðin, en ullin var
klippt af hausunum áður, svo hún færi ekki til spillis. Sviða-
hausarnir voru sagaðir í sundur, heilinn tekinn úr og búnar til
heilakökur. Síðan voru hausarnir hreinsaðir upp, soðnir og
settir í súr. Súrsuð svið voru alþekktur gæðamatur, en svo var
það til líka að hreinsa sviðin upp og salta, og þóttu vel verkuð
söltuð svið hreinasta lostæti. Lappirnar voru oftast soðnar í
sultu, það sem ekki var étið nýtt.
Gærurnar voru rakaðar og skinnin spýtt, síðan notuð í sjó-
klæði eða skæði, en ullin var þvegin og notuð í ullarfatnað.
Hornin hirtu strákarnir, og oft var um þau rifist og slegist.
Á blóðvellinum var ekkert eftir nema hrútseistun. Þau voru
aldrei hirt í þá daga, en karlarnir hirtu oft hrútspunga af full-
orðnum hrútum, rökuðu þá að utan en skáru allar fyllingar