Breiðfirðingur - 01.04.1994, Blaðsíða 87
M I N N I N G A R
85
Veturinn 1915-16 bjuggum við Björg saman í herbergi,
sem við leigðum á Grundarstíg 19 hjá systrunum Elínu
og Mörtu Stephensen, dætrum Magnúsar Stephensens frá Við-
ey. Þá var móðir þeirra hjá þeim, orðin mjög gömul kona.
Þetta voru virðulegar og ágætar konur og voru okkur mjög
góðar.
Til þess að spara kostnaðinn hafði ég málamat hjá sjálfri
mér, en keypti miðdagsmat hjá frú Ingunni Blöndal sem einu
sinni var unnusta Gests Pálssonar skálds. Hún var væn kona
og vel að sér, enda gáfuð og kurteis. Hún seldi mörgum fæði,
helst skólafólki, og má þar nefna Rögnvald Guðmundsson, og
Björgu systur hans. Þau voru ættuð úr Austur-Skaftafellssýslu.
Hann var í Prestaskólanum, afar skemmtilegur og gáfaður
maður, skáld gott en heilsulítill og dó seinni part sumars árið
eftir. Þá voru líka bræðurnir Gústaf og Einar Olafur Sveins-
son, sem seinna urðu þjóðfrægir menn, ættaðir úr Mýrdalnum.
Svo má nefna Kristján Benediktsson, sem var sonur séra
Benedikts á Grenjaðastað. Hann var gullsmiður.
Margar stúlkur voru þarna líka, t.d. Halldóra Hjartardóttir,
systir séra Hermanns Hjartarsonar á Skútustöðum, Mývatns-
sveit og Magnea Jónsdóttir héðan úr Stykkishólmi. Hún giftist
síðar Eggerti lækni, sem lengi var í Borgarnesi. Þá voru þrjár
systur frá Miðhúsum í Reykhólasveit, frændkonur Ingunnar
og nokkrar fleiri stúlkur auk mín.
Allt var þetta frjálslegt og skemmtilegt fólk, sem leitaði sér
þekkingar og þroska í skólum. Og svo kom nú Helga Krist-
jánsdóttir heim að Grundarstíg 19 og las með okkur Björgu og
var þá bæði skrafað og hlegið líka. Við vorum nú samt dug-
legar við námið, og slógum aldrei slöku við, enda vorum allar
það þroskaðar að við vissum vel að hvaða marki við stefnd-
um. Próf tókum við ágætt, og mér fannst alltaf að ég væri sér-
staklega heppin í prófum enda hafði ég líka hylli og velvild
kennara minna. Auk þess hafði mér alltaf fundist, að ég stæði
aldrei ein, en að alstaðar væri einhver sterkur og góður kraftur
eða afl umhverfis mig, sem benti mér á rétta leið. Sjálfsagt
hefur það líka verið áhrif frá foreldrum og mínu góða æsku-