Breiðfirðingur - 01.04.1994, Page 61

Breiðfirðingur - 01.04.1994, Page 61
REKI Á RAUÐASANDI 59 Skip hafði verið að slefa þessum pramma suður á við en hann slitnaði aftan úr mannlaus svo ekki tókst að koma taug í hann aftur. Fljótlega barst hann alveg upp á hárifið, því að svona skip eru flatbotna og rista grunnt. Það var bandaríski herinn sem átti fleytuna og brátt sendu þeir skip með annan minni í togi og átti nú að kanna aðstæður á strandstað til björgunar. Þegar leiðangurinn kom undir Rifið var langt í frá lendandi vegna brims, en það hamlaði því ekki að þessi minni prammi var mannaður og lagt í hann. Var ekkert hik á áhöfn- inni og keyrt beint í brimgarðinn. Fljótlega reið undir brot það mikið að litlu virtist muna að pramminn steyptist fram yfir sig, síðan annað og hið þriðja engu minna, en þegar það var gengið undan honum sneru þessir „sjómenn" bara við og keyrðu á fullu út úr brimgarðin- um og sluppu. Var svo ekki reynt meira af sjó en menn sendir landleiðina frá Patreksfirði. Varð að ráði að reyna ekki meira við björgunina fyrr en næsta sumar Sumarið eftir var svo 20 manna flokkur í einn mánuð að ná prammanum og koma honum á flot. Tókst nokkur kunnings- skapur með þeim og innfæddum en flokknum var stjórnað af Vesturíslendingi sem talaði íslensku. Fyrir jólin 1944 barst svo stór kassi með mörgum kílóum af sælgæti og tóbaki á hvert heimili á Rauðasandi, og raunar tveir þar sem flest voru börn- in, frá þessum flokki sem hefur eflaust þakkað fyrir að fá að vera nær frjáls vestur á Rauðasandi í stað þess að standa í bar- dögum og tilheyrandi lífsháska einhverstaðar í veröldinni, en einmitt um það leyti var víða barist af mestri hörku þegar fjör- brot Möndulveldanna voru að hefjast fyrir alvöru. Eftir þetta fór þessi stríðsreki minnkandi, enda voru nú orð- in þáttaskil í styrjöldinni, sérstaklega á hafinu hér umhverfis. Bandamenn höfðu náð undirtökunum og kafbátahernaður Þjóðverja fór minnkandi og þar af leiðandi minna magn sem fór í sjóinn. Eftir stríðið var sem trjárekinn gamli færi minnkandi og var eins og minna tapaðist af trjáviði en áður hafði verið frá sög- unarstöðvunum. Þó hafa komið eitt og eitt ár sem reki hefur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.