Breiðfirðingur - 01.04.1994, Blaðsíða 157
TÝ N DA ÆR 1 N
155
í Laxárdal, en þangað hafði hann ráðist sem vetrarmaður.
Hafði hann verið á réttri leið, einhvers staðar á milli Hjarðar-
holts og Goddastaða, þegar veðrið brast á hann svo dimmt, að
hann vissi langa stund ekki hvar hann fór. Var hann nú orðinn
rammvilltur og gerði sér enga grein fyrir því, að í hríðinni
hafði liann gengið norður yfir hálsinn, sem skilur Laxárdal frá
Ljárdal, en svo nefnist dalverpið, þar senr standa Spágilsstaðir,
Vígholtsstaðir og Hróðnýjarstaðir. Taldi maðurinn sjálfur
mjög brýnt að hann héldi áfram ferð sinni og kæmist til Gilla-
staða um kvöldið og varð þá að ráði, að Sigurbjörn fylgdi hon-
um suður á hálsinn og vísaði honum lil réttrar leiðar fram
Laxárdal. Að því loknu hvarf Sigurbjörn aftur á hinar fyrri
slóðir; þar var Hinrik enn að leita að týndu kindinni en ekki
hafði sú leit borið neinn árangur.
Réðu þeir bræður nú að halda aftur heim, enda nokkuð liðið
á dag og birtu tekið að bregða. Verður þeim fyrst fyrir, er heim
kemur, að fara beint í fjárhúsin og telja féð; var þá engrar
kindar vant. Töldu þeir nú aftur, hvor í sínu lagi, en niðurstað-
an var sú sama og áður: hver einasta kind var komin í hús.
Um þennan atburð var margt rætt í hópi heimilisfólks á
Spágilsstöðum. Var það mál manna, þá og jafnan síðan, að
óvíst væri að vetrarmaðurinn á Gillastöðum hefði náð til
byggöa, ef hann hefði haldið svo fram sem horfði og villst
fram á Ljárskógafjall. Þeir bræður, Hinrik og Sigurbjörn, voru
vanir fjármenn og glöggir á fé; við vitum ekki, með hvaða
hætti ein kindin var hulin sjónum þeirra beggja við hina fyrri
talningu; liitt vitum við, að þessi „blinda“ þeirra bræðranna
varð til þess að forða ferðalang þessarar löngu liðnu tíðar frá
miklum hrakningum - og við getum jafnvel látið okkur detta í
hug, að hún hafi orðið til þess að bjarga lífi hans.
(Fært í lctur í marz 1990, eftir frásögn Sigurbjörns Guðbrandssonar frá
Spágilsstöðum. S.M.)