Breiðfirðingur - 01.04.1994, Blaðsíða 71
MINNINGAR
69
Þar var allt hreint og fágað, og bar vott um hreinlæti og reglu-
semi. Innar af gestastofunni var herbergi og var ég látin sofa
þar. Bærinn var stór og reisulegur torfbær með mörgum stöfn-
um fram á hlaðið. Hann var portbyggður og bjó fólkið aðal-
lega uppi á lofti. Þar var hjónahús í suðurenda baðstofunnar
með svörtum gljáandi ofni. í því húsi kenndi ég krökkunum,
og þar var alltaf vel heitt og gott næði. Allt var þar hreint og
fínt og gólfið svo hvítskúrað, að ég hef aldrei séð fallegra
gólf. Þarna var ég líka látin borða og húsbóndinn borðaði þar
með mér, en ekki annað fólk. Það fannst mér skrýtið og heldur
leiðinlegra.
Andrés var skemmtilegur karl, fróður og fjöllesinn. Hann
var uppalinn í Dagverðarnesi og kunni margar sögur þaðan,
helst drauga- fyrirburða- og kynjasögur. Þar var kirkjustaður
og kirkjugarðurinn rétt við bæjarvegginn. Ég var mjög sólgin í
að heyra allar þessar sögur, en var þó í raun og veru ákaflega
myrkfælin. Það þótti mér samt hin mesta skömm að láta
nokkurn vita um það.
Eitt kvöld þegar Andrés var búinn að segja mér eina
draugasöguna frá Dagverðarnesi sagði hann: „Nú segi ég þér
ekki fleiri draugasögur, þú verður kannski myrkfælin.“ „Þér er
alveg óhætt að segja mér fleiri sögur þess vegna,“ sagði ég.
„Ég er ekki myrkfælin.“ „Jæja,“ sagði Andrés. „Hefurðu orðið
vör við nokkuð í herberginu niðri, þar sem þú sefur?“ „Nei“
sagði ég, „á kannski að vera draugagangur þar?“ „Nei nei!
aldrei hef ég orðið var við það, en það voru þar einhverjir
gestir, sem þóttust hafa orðið eitthvað varir við gamla mann-
inn, sem dó þar. En þú þarft ekkert að vera hrædd við hann.
Þetta var besti karl, sem engum gerir mein, þó að einhver
slæðingur væri eftir hann.“ Þetta sagði nú Andrés mér, og þeg-
ar ég svo bauð góða nótt og fór niður til að sofa, sagði hann:
„Þú slekkur nú ekki Ijósið í nótt.“ „Hvers vegna ekki?“ sagði
ég, „ég er ekki vön að sofa við ljós, nema á jólunum. Og ég er
ekki myrkhrædd." En það sagði ég nú ekki satt. Enginn svaf
niðri í bænum, nema ég, og krókótt leið var að komast að stig-
anum upp á loftið. Ég heyrði þó alltaf til fólksins, því að um