Breiðfirðingur - 01.04.1994, Síða 71

Breiðfirðingur - 01.04.1994, Síða 71
MINNINGAR 69 Þar var allt hreint og fágað, og bar vott um hreinlæti og reglu- semi. Innar af gestastofunni var herbergi og var ég látin sofa þar. Bærinn var stór og reisulegur torfbær með mörgum stöfn- um fram á hlaðið. Hann var portbyggður og bjó fólkið aðal- lega uppi á lofti. Þar var hjónahús í suðurenda baðstofunnar með svörtum gljáandi ofni. í því húsi kenndi ég krökkunum, og þar var alltaf vel heitt og gott næði. Allt var þar hreint og fínt og gólfið svo hvítskúrað, að ég hef aldrei séð fallegra gólf. Þarna var ég líka látin borða og húsbóndinn borðaði þar með mér, en ekki annað fólk. Það fannst mér skrýtið og heldur leiðinlegra. Andrés var skemmtilegur karl, fróður og fjöllesinn. Hann var uppalinn í Dagverðarnesi og kunni margar sögur þaðan, helst drauga- fyrirburða- og kynjasögur. Þar var kirkjustaður og kirkjugarðurinn rétt við bæjarvegginn. Ég var mjög sólgin í að heyra allar þessar sögur, en var þó í raun og veru ákaflega myrkfælin. Það þótti mér samt hin mesta skömm að láta nokkurn vita um það. Eitt kvöld þegar Andrés var búinn að segja mér eina draugasöguna frá Dagverðarnesi sagði hann: „Nú segi ég þér ekki fleiri draugasögur, þú verður kannski myrkfælin.“ „Þér er alveg óhætt að segja mér fleiri sögur þess vegna,“ sagði ég. „Ég er ekki myrkfælin.“ „Jæja,“ sagði Andrés. „Hefurðu orðið vör við nokkuð í herberginu niðri, þar sem þú sefur?“ „Nei“ sagði ég, „á kannski að vera draugagangur þar?“ „Nei nei! aldrei hef ég orðið var við það, en það voru þar einhverjir gestir, sem þóttust hafa orðið eitthvað varir við gamla mann- inn, sem dó þar. En þú þarft ekkert að vera hrædd við hann. Þetta var besti karl, sem engum gerir mein, þó að einhver slæðingur væri eftir hann.“ Þetta sagði nú Andrés mér, og þeg- ar ég svo bauð góða nótt og fór niður til að sofa, sagði hann: „Þú slekkur nú ekki Ijósið í nótt.“ „Hvers vegna ekki?“ sagði ég, „ég er ekki vön að sofa við ljós, nema á jólunum. Og ég er ekki myrkhrædd." En það sagði ég nú ekki satt. Enginn svaf niðri í bænum, nema ég, og krókótt leið var að komast að stig- anum upp á loftið. Ég heyrði þó alltaf til fólksins, því að um
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Breiðfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.