Breiðfirðingur - 01.04.1994, Blaðsíða 118
ekki inni um haustið, þar sem hann var. Nú koma atriðin,
sem fyrirfram þarf að skýra og vel að setja á sig: Bjarni var
á þeim árum svo sjóveikur, að hann mátti vart á skipsfjöl
stíga. Hann var svo myrkfælinn, að hann mátti ekki um
þvert hús ganga fylgdarlaust. Málfríður kona Bjarna hafði
fyr verið vinnukona hjá Degi bónda í Galtardal, og lék orð
á, að þeim hefði komið fullvel saman. Hins vegar var
Bjarni með afbrigðum hræddur um konuna. Bjarni í Bjarn-
eyjum var harðvítugasti sjósóknari talinn þá um þær slóðir.
Sr. Friðrik Eggerz fóðraði ær sínar á vetrum í Lyngey, útey
frá Akureyjum. Hafði hann þar einn mann, í litlum bað-
stofukofa við fjárhúsin, til hirðingar. - Allar veilur Bjarna
þekkti Guðmundur upp á sína tíu fingur, þó hann hefði ver-
ið suður í Dölum mestan hluta æfinnar og kæmi nú þaðan,
til fæðingarhreppsins, þegar fauk í skjólin um verustað þar
syðra. - Um haustið kemur hann að Hnúki, til þess að segja
sig til sveitar. Og þá hefst viðureignin. Þegar Bjarni hefur
stunið upp erindinu, spyr Guðinundur: „Ætlar þú nokkuð
lengra, Bjarni minn, þá?“ Jú, Bjarni ætlaði að skreppa inn á
Fellsströndina. Guðmundur: „Jæja, far þú það, Bjarni minn.
Hugsa mun eg mál þitt á meðan, þá.“ Þegar Bjarni kemur
aftur, eftir tvo eða þrjá daga, heilsar hann auðmjúkur, en
með nokkurn vonarglampa í augum, og spyr hvernig herra
hreppstjóranum hafi þá þóknazt að ráðstafa sér. Guðmundur
svarar: „Hugsað hef eg nú ráð þitt, þá, Bjarni minn. Bjarni
minn Jóhannesson í Bjarneyjum hefur lofað mér að taka þig
í skiprúm á haustvertíðinni, þá.“ Bjarni (hummar við og
dofnar yfir honum): „Hvernig hafið þér svo hugsað fyrir
vetrinum?“ Guðmundur: „Séra Friðrik minn í Akureyjum
þá, vantar inann í Lyngey, þá, og hef eg ráðið þig hjá hon-
um, þaá.“ Bjarni (lifnar lítið eitt, býst við, að konan verði
með, sem er bót, bæði við myrkfælni og afbrýði): „Og hvað
hafið þér svo hugsað fyrir konu minni, hreppstjóri góður?“
Guðntundur: „Dagur minn í Dalnum hefur lofað mér að sjá
fyrir henni, þaá.“ — Þetta var rothöggið. Bjarni stóð upp,
kvaddi og fór. Og aldrei lenti hann á Skarðstrandarhrepp.