Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1997, Side 134

Breiðfirðingur - 01.04.1997, Side 134
132 BREIÐFIRÐINGUR fékk ég fyrst mátt í hægri fót, en fékk hann aldrei að fullu í þann vinstri og sérstaklega brást mér oft ristin á vinstra fæti. Það gat komið fyrir fyrstu árin á Hornbjargsvita, á göngu um víkurnar, að ég stakkst fyrirvaralaust á hausinn. Og hvað eftir annað varð ég svo máttlaus, að ég hné niður, sérstaklega þegar ég var að berjast við rekaviðinn. En þráinn, þráinn, helvískur þráinn ... oft er mér það óskiljanlegt, hvað hefur haldið mér uppi. Kannski get ég orðið það svo, að guðinn hafi staðið með mér, þrátt fyrir allt, og er ég þó ekki trúaður maður í þeirri merkingu. En það skrýtna við þetta er það, - sem á sér þó eðlilegar orsakir, - að ef þetta sótti að mér, þá var ráðið að leggjast á bakið og liggja smástund, þá fékk ég máttinn aftur. Eitt sinn á leið yfir í Hornvíkina varð ég máttlaus fimm sinnum, en fékk máttinn aftur við að leggjast á bakið litla stund. Ég veit það þýðir ekki að segja fólki svona „vitleysu“ en svona var það nú samt. En ég hef aldrei verið með vanga- veltur um þetta ástand mitt. Og aldrei hefur sest að mér neinn ótti, sama í hverju ég stóð, hvort heldur ég flæktist endalaust um víkurnar eða í syllum í Bjarginu, kannski á örmjóum þræðingum og eitt til tvö hundruð metra þverhnípt bjarg fyrir neðan, þótt oft munaði mjóu. Ég var hughreystur með því að álögur væru á staðnum og að eftir fimm ár kæmi eitthvað voveiflegt fyrir ábúandann. Ég leiði hugann aldrei að slíkum bábiljum. Ég storkaði öllu slíku, enda útilokað að lifa þarna með ótta við þess háttar. Hættulegasti tíminn í Bjarginu er einmitt það tímabil sem maður þarf mest í það að sækja vegna fugls og eggjatöku. Þá er hrunið þar hvað geigvænlegast af stærðar klakaflykkjum og kannski heilum syllum með stórgrýti og mold, og maður á sífelldum hlaupum undan þessu. En ég hef sloppið. Auðvitað mátti ekki ala með sér ótta, og sem allra minnst af hindurvitn- um. Og fyrir eina hræðu eins og mig, sem flækist þarna um allar nálægar víkur í leit að verðmætum, er ekki um neitt ann- að að ræða. Ég hef orðið að ná mér í aukapening með ein- hverjum ráðum, því að fyrstu árin var kaupið ekki meira en svo, að rétt dugði fyrir skólagöngu krakkanna. En eitthvað býr
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.