Breiðfirðingur - 01.05.2015, Síða 10
BREIÐFIRÐINGUR10
Reykjavík, 12. desember 2014
Ákveðið hefur verið að tímaritið Breiðfirðingur hefji göngu sína á ný
með komandi vori en starfsemi tímaritsins hefur legið niðri um nokkurn
tíma. Vonandi tekst að gefa út fjölbreytt og gagnlegt rit. Þar verða alls
konar greinar og frásagnir úr Breiðafirði en þá er átt við öll byggðarlögin
í kringum fjörðinn breiða. Ætlunin er að hafa einnig í ritinu kynningu
á öllum byggðarlögum, það er sveitarfélögum, við Breiðafjörð, smáum
jafnt og stórum. Þess vegna snúum við okkur til þín sem formanns
sveitarstjórnar viðkomandi sveitarfélags. Leyfi ég mér að fara fram á
að þú sendir mér greinarkorn þar sem fram komi mikilvægustu atriðin
varðandi sveitarfélagið eins og:
• Rétt heiti sveitarfélagsins.
• Landsvæði sem sveitarfélagið nær yfir.
• Helstu forystumenn byggðarlagsins, það er oddviti/formaður bæjar-
ráðs, aðrir sveitastjórnarmenn.
• Bæjarstjóri/sveitarstjóri.
• Tölvupóstfang bæjarfélagsins og forystumanna þess.
• Íbúafjöldi 1. desember 2014.
• Helstu atvinnufyrirtæki í sveitarfélaginu. Starfsmannafjöldi fyrir-
tæk is ins, velta o.s.frv. og annað sem skiptir máli að mati þess sem skrif-
ar greinargerðina.
• Stærstu þjónustustofnanir, td. heimili fyrir aldraða, stærð, starfs-
manna fjöldi o.s.frv.
• Framhaldsskóli, grunnskóli, leikskóli; skólastjóri, fjöldi nemenda,
kenn ara o.s.frv.
• Menning: Skáld, listamenn, aðrir einstaklingar sem sveitarfélagið
vill vekja athygli annarra á.
• Hátíðasamkomur að sumri eins og vetri.
• Lögregla, sýsluskrifstofa.
• Helstu vandamál. 10 línur eða svo.
• Helstu kostir: 10 línur eða svo.
• Framtíðarsýn: 10 línur eða svo.
Greinargerðinni þarf að fylgja mynd sem er dæmigerð fyrir sveitar-
félagið á einhvern hátt.