Breiðfirðingur - 01.05.2015, Page 15
BREIÐFIRÐINGUR 15
Bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar er Sturla Böðvarsson.
Bæjarstjórn skipa: Hafdís Bjarnadóttir, forseti bæjarstjórnar (hafdis-
bja@simnet.is); Sigurður Páll Jónsson (sigurdurpalljonsson@gmail.
com), Katrín Gísladóttir (kgisladottir@simnet.is), Sturla Böðv arsson
(sturla@stykkisholmur.is), Lárus Ástmar Hannesson (larusha@simnet.
is), Ragnar Már Ragnarsson (planteiknistofa@gmail.com) og Helga
Guð mundsdóttir (nestun@simnet.is)
Bæjarráð skipa: Hafdís Bjarnadóttir, formaður; Sigurður Páll Jóns-
son og Lárus Ástmar Hannesson.
Atvinnumál
Þjónustustig er hátt í Stykkishólmi og eru fyrirtæki og stofnanir marg-
vísleg, með fjölbreytt atvinnutækifæri á sviði sjávarútvegs, verslunar
og þjónustu.
Minjavörður Vesturlands og Vestfjarða, Rannsóknasetur Háskóla
Íslands á Snæ fellsnesi og Náttúrustofa Vesturlands eru í Stykkishólmi.
Allar þessar stofnanir gegna veigamiklu hlutverki við verndun og
vöktun hinnar einstæðu náttúru sem umlykur Stykkishólm.
Sýslumaður Vesturlands er í Stykkishólmi auk þess sem í bænum er
lögreglustöð sem m.a. hefur umsjón með hraðamyndavélum landsins.
Í stofnunum Stykkishólmsbæjar starfa 140 manns, í 100,7 stöðugild-
um.
Fræðslumál
Grunnskólinn í Stykkishólmi er einsetinn skóli með 155 nemendur og
19 stöðugildi kennara. Skólastjóri er Gunnar Svanlaugs son.
Leikskólinn í Stykkishólmi tekur að öllu jöfnu inn börn á aldursbilinu
eins til sex ára og er til húsa í nýlegu húsnæði við Búðarnesveg. Í
skólanum eru þrjár deildir og er hann byggður fyrir 72–74 börn og er
nú fullsetinn.
Leikskólastjóri er Sigrún Þórsteinsdóttir.
Fjölbrautaskóli Snæfellinga er í Grundarfirði og standa sveitarfélögin
á Snæfellsnesi auk Vesturbyggðar að rekstri skólans.
Sveitarfélögin á Snæfellsnesi standa einnig sameiginlega að rekstri
BYGGÐIRNAR