Breiðfirðingur - 01.05.2015, Page 39
BREIÐFIRÐINGUR 39SAGNFRÆÐINGAR SK IFA UM BREIÐAFJÖRÐ
Breiðfirðingar eiga sér jafnlanga sögu og Íslendingar. Í sjálfri Ís-lendi ngabók, sem rituð var einhvern tíma um 1130, er langfeðgatal
Breiðfirðinga rakið til sagnaritara sem segir um sjálfan sig: „En eg heiti
Ari“. Það var Ari fróði Þorgilsson og hann er fyrsti maðurinn sem kalla
má til vitnis um sjálfsmynd Breiðfirðinga, því að greinilegt er að hann
taldi sig tilheyra þeim hópi fólks. Ari er enn fremur fyrsti maðurinn sem
við höfum heimildir um að hafi skilgreint sjálfan sig sem Breiðfirðing
þar sem hann telur sig til þeirra í langfeðgatali í lok Íslendingabókar.
Athygli vekur að Ari rekur gaumgæfilega ýmis afrek manna úr
Breiðafirði. Í bókarlok er að finna „langfeðgatal Ynglinga og Breið-
firðinga“ þar sem sú ætt er rakin til hans. Annars staðar í Íslendingabók
kemur fram að Breiðfirðingar séu afkomendur Auðar eða Unnar djúp-
úðgu, þótt hún sé ekki nefnd í langfeðgatali Ara heldur eiginmaður
hennar, Ólafur hvíti. Af því mætti ráða að Ari hafi litið á Breiðfirðinga
sem ætt en ekki fólk úr tilteknu héraði. Á móti því mælir hins vegar að
ekki eru allir sem kallaðir eru breiðfirskir í Íslendingabók af þessari ætt,
t.d. ekki Eiríkur rauði.1 Þó má líta á þetta ættarheiti sem vísbendingu
um að Ari hafi talið forfeður sína og frændur hafa skipað sérstakan sess
meðal Breiðfirðinga. Önnur vísbending er að mikill meirihluti þeirra
sem kallaðir eru Breiðfirðingar í Íslendingabók eru ættingjar Ara.
Hefði breiðfirsk sjálfsmynd á 12. öld orðið sýnilegri seinni kynslóðum
1 Íslenzk fornrit I. Íslendingabók. Landnámabók, útg. Jakob Benedikts son, Reykjavík,
1968. bls. 6, 13–14, 26–28.
Ari fróði og
landnám í Breiðafirði
Sverrir Jakobsson