Breiðfirðingur - 01.05.2015, Page 51

Breiðfirðingur - 01.05.2015, Page 51
BREIÐFIRÐINGUR 51SAGNFRÆÐINGAR SKRIFA UM BREIÐAFJÖRÐ Boðskapur kirkjunnar um frið náði eyrum Íslendinga ekki síðar en á seinni hluta 12. aldar, eftir að komið hafði verið á fót erkibiskupsstóli í Niðarósi í Noregi.2 Í Eyjafirði var öflugur höfðingi sem nefndist Guðmundur dýri og afnam þann hluta vorþings sem nefndist sóknarþing af því að hann vildi afstýra deilum og ófriði, fannst menn deila um of á þinginu. Hugmyndin var víst sú að í staðinn skyldu deilendur leita til hans og hann sjálfur setti þá niður deilur. Þannig mætti afstýra fæðardeilum og stríði. Í þessu var fólgin hugmynd um einn sterkan höfðingja í hverju héraði í stað þriggja eða jafnvel fleiri. Slíkur boðskapur hlaut hljómgrunn og í flestum eða öllum héruðum landsins komu fram menn seint á 12. öld eða um 1200 sem tókst að ná undir sig öllum völdum, vafalaust í krafti hugmynda eins og þeirra sem hér var lýst.3 Í hópi slíkra manna var Þórður Sturluson sem gerðist öllum öðrum höfðingjum voldugri á Breiðafjarðarsvæðinu. Sturla sagnaritari lýsir föður sínum þannig að hann hafi verið spakur maður að viti en fastur fyrir þegar gert var á hlut hans. Þórður var djákni að vígslu og mun hafa verið hlynntur kirkjunni, a.m.k. var hann góður vinur Guðmundar biskups Arasonar þegar biskup átti í vök að verjast. Menn eins og Þórður hlutu að falla mönnum kirkjunnar vel í geð og njóta almenns stuðnings meðal þeirra. En hann naut stuðnings fleiri, var oft tekinn til gerðar um deilur manna og virðing hans fór vaxandi snemma á 13. öld. Hann hafði þá náð sterkri pólitískri stöðu fyrir sunnan fjörð og norðan og líka í Dölum og eyjunum. Fólk við Breiðafjörð átti mikil samskipti með samgöngum yfir fjörðinn. Landbændur og eyjabændur skiptust á afurðum og var þörf á bátum. Auðvitað var óhjákvæmilegt fyrir eyjabændur að eiga báta en hið sama gilti um bændur fyrir norðan fjörðinn, m.a. af því að þeir áttu auðveldara með að ferðast á sjó en landi. Breiðfirðingar munu jafnan hafa átt heldur stóra báta, tíróna ættæringa eða stærri. Sumir áttu skútur og farmaskip og höfðingi eins og Þórður átti enn stærri bát sem mátti kalla skip og nefndist Langhúfur. Slík bátaeign og stuðningur 2 Sverrir Jakobsson, „Friðarviðleitni kirkjunnar á 13. öld“. 3 Gunnar Karlsson, Goðamenning, 271 o. áfr. Sverrir Jakobsson, „The process of state- formation in medieval Iceland“. Helgi Þorláksson, „Milli Skarðs og Feykis“.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.