Breiðfirðingur - 01.05.2015, Blaðsíða 67
BREIÐFIRÐINGUR 67
af þeim tíma sem vélvæðing og nýjar hugmyndir létu á sér kræla upp
úr aldamótunum 1900. Þessir hugmyndastraumar höfðu slík áhrif að
hættir breiðfirsks samfélags tóku nýja stefnu, jafnvel þó landslagið hefði
staðið í stað og þörfin fyrir fæðuöflun verið sú sama þar til eybúskapur
lagðist nánast af síðar, sem er þó ekki viðfang rannsóknarinnar. Þess
vegna var mikilvægt að gera grein fyrir stöðugleika sjóróðra kvenna
fram að þeim tíma sem ný hugsun ryður sér til rúms. Fyrir vélvæðingu
var mest áríðandi að láta samfélagið virka sem heild, fólkið átti að geta
sinnt þörfum heildarinnar. Þessi áhersla þjónar einnig þeim tilgangi að
gefa tilfinningu fyrir nauðsyn bátsins á svæðinu, sem var mikil.19 Sýnt
var fram á að konur stunduðu iðulega sjóróðra og þótti ekki tiltökumál
að skipa heilar áhafnir konum. Þeim var treyst til þess að róa, þær höfðu
færni til þess að kenna öðrum hvernig gott var að bera sig að til sjós í
slæmu færi og stóðust þær kröfur sem gerðar voru til sjófólks. Sumar
hverjar gátu gert margt annað en sótt sjó og jafnvel sest við fínustu
hannyrðir eftir róðurinn. Í stuttu máli; um er að ræða konur, ólíkar
konur sem sóttu sjóinn.
Sjósókn snerist ekki um kyn heldur þörfina til fæðuöflunar og virkni
samfélagsins.20 Einnig var bent á að líkamlegt kyngervi gæti hafa verið
samfélagslega mótað á svæðinu, konur hafi fengið á sig „karlmannlegt“
útlit með líkamlegri vinnu. Þeirri spurningu var einnig varpað fram
hvort kyngervi breiðfirskra kvenna hafi mögulega orðið líffræðilegt
með einangrun og líkamlegri vinnu í aldanna rás, en því var ekki svarað
í þessari rannsókn.21 Með vélvæðingu dró úr sjósókn kvenna vegna
Kristjánsson: „Þegar kvenfólk sótti sjó“, bls. 16, Anna Sigurðardóttir: Vinna kvenna á
Íslandi í 1100 ár, bls. 205–206, Þórunn María Örnólfsdóttir: Hið breiðfirska lag, bls.
22–29 og fleiri varðandi tíða sjósókn breiðfirskra kvenna.
19 Bergsveinn Skúlason: Áratog, bls. 36, einnig Bergsveinn Skúlason: „Vormenn.“
Breið firskar sagnir I, bls. 39.
20 Sjá m.a. Árni Óla: „Sjókona“, bls. 359. (Lesbók Morgunblaðsins, 10.11.1935), Lúðvík
Kristjánsson: „Þegar kvenfólk sótti sjó“, bls. 16, Anna Sigurðardóttir: Vinna kvenna á
Íslandi í 1100 ár, bls. 205–206, Ingibjörg Jónsdóttir frá Djúpadal: „Í Breiðafjarðareyjum
fyrir 50–60 árum“, bls. 52–55 og 65–66, Kristján Þorleifsson: „Siglt undir jökul“, bls.
53, Óskar Clausen: Með góðu fólki, bls. 93–95 og 98, Þórunn María Örnólfsdóttir: Hið
breiðfirska lag, bls. 22–29 og fleiri.
21 Sjá Þórunn María Örnólfsdóttir: Hið breiðfirska lag, bls. 20 og 30.
SAGNFRÆÐINGAR SK IFA UM BREIÐAFJÖRÐ