Breiðfirðingur - 01.05.2015, Page 89

Breiðfirðingur - 01.05.2015, Page 89
BREIÐFIRÐINGUR 89SAGNFRÆÐINGAR SKRIFA UM BREIÐAFJÖRÐ miklu máli og virðist hann vera meðvitaður um að þau geti hugsanlega ruggað bátnum. Hann segir; „Ég vil ekki mæða yður, félagar góðir! með fleiri greinum svona ósamstæðum um almenn samtök, en bið yður hins vegar að gefa orðum mínum gaum, meðan ég drep á tvö atriði, sem mér virðast umtalsverð og þess metandi, að menn velti fyrir sér, hvort ekki væri þörf og kostur á, að þau kæmust í framkvæmd.“14 Atriðin sem hann vísar í eru hugmyndir um að annars vegar verði stofnaður kvennaskóli fyrir ungar stúlkur og hins vegar að stofnaður verði sjómannaskóli. Þessi ritgerð hefur að geyma marga áhugaverða þætti. Hugmyndir um að stúlkur þurfi fræðslu svo þær geti betur ræktað skyldur sínar, „sjálfum sér og ættjörðinni til gagns og sóma“, voru í takt við ríkjandi hugmyndir um hlutverk kvenna um miðja nítjándu öld. Aftur á móti voru hugmyndir um sérstakan skóla ætlaðar konum framsæknar og hafði aldrei verið ritað um slík málefni hér á landi.15 Áhersla Guðmundar á menntun kvenna er tvískipt, annars vegar vill hann skora á hólm ríkjandi hugmyndir um hlutverk kvenna og hins vegar leggur hann áherslu á rétt þeirra til frelsis. Strax í upphafi má sjá hugmyndir um almenn mannréttindi sem stúlkur fara á mis við. Í fyrstu málsgrein ritgerðarinnar segir: „Er þörf á skóla þessum? Allir þeir sem unna menntun og fögrum siðum, allir þeir foreldrar, er álíta það hinn bezta arf og affarasælasta, er þeir geta leyft börnum sínum, að þau verði vel að sér til munns og handa, sjálfum sér og ættjörðinni til gagns og sóma, allir þessir munu ljúka upp sama munni um það, að öll þörf sé á því, að dætur þeirra fengju meiri menntun en almennt viðgengst.“16 Hugmyndir um eðli kvenna voru áberandi innan ríkjandi orðræðu hans samtíma og því er merkilegt að sjá að Guðmundur virðist ekki fallast á hugmyndir um eðlismun kynja, að minnsta kosti ekki að öllu leyti, en hann segir: „Ríður ekki að sínu leyti eins á því, að stúlkan sé vel að sér eins og pilturinn“ og „gáfur stúlkunnar settar undir mæliask eður að minnsta kosti lítið haldið fram?“ Guðmundi þykir ekki eðlilegt að dregið sé úr getu stúlkna til menntunar og hann bendir á óréttlætið sem 14 Lbs. 4507, 4to, nr. 39 (Guðmundur Einarsson, Samtök). 15 Lúðvík Kristjánsson, Vestlendingar I, bls. 204. 16 Lbs. 4507, 4to, nr. 39 (Guðmundur Einarsson, Samtök).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.