Breiðfirðingur - 01.05.2015, Page 103

Breiðfirðingur - 01.05.2015, Page 103
BREIÐFIRÐINGUR 103 Kæra Clausens er svolítið einkennileg því hann var í raun að krefjast þess að Jón færi í samkeppni við sig í Grundarfirði. Flestir kaupmenn vildu helst starfa einir á verslunarstöðunum og af þeirri ástæðu hefur einmitt lítið reynt á lögin. Tilgangur Clausens hlaut því að vera annar og felast í að draga úr verslunargetu Jóns. Kæran gefur nefnilega til kynna að verslun í Grundarfirði hlaut að vera lítt ábatasöm. Clausen sá sér leik á borði með því að kæra Jón og þröngva honum þannig til að opna verslun á stað sem var óhentugur undir verslunarrekstur. Það gerði það að verkum að annar verslunarrekstur Jóns þurfti að standa undir uppihaldi og starfseminni á Grundarfirði. Fyrir vikið varð raunin sú að það dró úr hagnaði Jóns af verslunarrekstri. Borgarabréfin ollu líka annars konar vandamálum. Í tilviki Ernsts M. Heidemann spratt upp deila sem snerist um hvar borgarabréfin giltu. Heidemann hafði nefnilega borgararéttindi á Ísafirði. Hann gerðist síðar kaupmaður í Grundarfirði og þegar hann flutti taldi hann að borgarabréf sitt á Ísafirði dygði til þess að hefja rekstur á nýja staðnum. Sýslumaðurinn á Snæfellsnesi var ósammála túlkun kaupmannsins og krafðist þess að hann sækti um borgarabréf í Grundarfirði. Kaup- maðurinn lét undan að lokum og fékk borgarabréf í Grundarfirði en ekki fyrr en sýslu maðurinn var kominn í nýtt embætti í Borgarfirði. Málið fór því ekki fyrir dómstóla. Vitað er um eitt tilvik þar sem kom til kasta amt manns vegna þess að kaupmaður hafði ekki borgarabréf í Grundarfirði. Finnur Jónsson sýslumaður kærði þá Jürgen Bladt, skipstjóra og verslunarstjóra Hein richs von der Smissen til amtmanns. Félagið var hætt starfsemi í Grundarfirði en stundaði lausakaupmennsku við Ólafsvík. Sumarið 1798 sigldi félagið tvisvar til Ólafsvíkur en árið eftir kom Bladt bara eina ferð. Hann stofnaði þá fasta verslun í Ólafsvík, tók hús á leigu hjá Jacobi S. Plum kaupmanni og réð Daniel D. Plum sem verslunarstjóra. Ári fyrr hafði hann sótt um borgarabréf í Grundarfirði og um leið lofað sýslumanni að leigja eða reisa hús í Grundarfirði. Þegar ekkert bólaði á Bladt ári síðar fór sýslumaður að efast um efndir á loforðinu og heyrði auk þess orðróm um að Bladt hefði í hyggju að flytja kaupmannshús frá Grundarfirði til Ólafsvíkur. Í kjölfarið kærði hann Bladt til sýslumanns SAGNFRÆÐINGAR SKRIFA UM BREIÐAFJÖRÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.