Breiðfirðingur - 01.05.2015, Síða 110
BREIÐFIRÐINGUR110
á Kumbaravogi. Um ferðir Mustermans til Íslands höfum við frekari
upplýsingar. Herra Salomon, sem sat í ráði Brima, ritar í dagbók sína árið
1569: „Musterman er kominn til Hafnar. Skipið var svo hlaðið að annað
eins hefur ekki sést í manna minnum. Ég átti einnig hlut í skipinu. Þeir
lifðu mikla neyð matarleysis á siglingunni þar sem þeir voru 11 vikur á
sjó og höfðu í tvær vikur einungis regnvatn til drykkjar.”1 Við sjáum að
Salomon hefur verið framfarasinnaður kaupmaður. Hann ferðaðist ekki
með vörur sínar til viðskiptavinanna, eins og Íslandskaupmenn gerðu
almennt, heldur sat á skrifstofu sinni í Brimum, fjármagnaði sinn hlut
farmsins og lét verslunarsvein um viðskiptin á Íslandi. Um Munsterman
er það að segja að skip hans fórst með manni og mús á siglingu frá
Íslandi til Brima haustið 1578.
Frá þessu tímabili hefur skuldakladdi kaupmanns frá Brimum
varðveist. Það var fyrst á árinu 2000 sem það uppgötvaðist að þessi kladdi
fjallaði um verslun á Íslandi en ekki í Noregi. Einungis hluti þessa kladda
fjallar um verslun á Íslandi en hinn hlutinn fjallar um viðskipti í Brimum.
Kladdinn er skrifaður þannig að fyrst kemur fram nafn skuldarans, oft
með heimilisfangi. Síðan upphæð skuldarinnar í vættum og fjórðungum
og hvað hann hafði keypt. Síðan frekari bókanir með yfirskriftina „þetta
er gamla skuldin”.2 Mjög greinilegt er á innfærslunum að viðskiptin
á Íslandi var vöruskiptaverslun og reikningseining verslunarinnar var
fiskur, nánar sagt skreið. Reikningseiningarnar voru vætt, um það bil 34–
35 kg skreiðar. Í vættinni voru átta fjórðungar, um það bil 4,3 kg. Enn
fremur sést greinilega í kladdanum að viðskipti voru oft lánsviðskipti.
Verslunarsvæði kaupmannanna var stórt. Viðskiptamennirnir komu alla
leiðina frá Öndverðarnesi og Hellissandi, margir úr Hnappadalnum og
öðrum sveitum sunnan Snæfellsness, svo og úr Breiðafjarðareyjum.
Að sjálfsögðu komu þeir einnig úr nærsveitum eins og Eyrarsveit og
Helgafellssveit. Áberandi er að það eru ekki einungis fyrirmenn og
ríkismenn sem versluðu við Brimara í Kumbaravogi heldur að því
1 Ist Musterman aus Island zu Haus gekommen, war so voll, als bey Mensch Gdencken
nicht gesehen. Worin auch ein Part geredet. Sie haben groß Noht von victualien gelitten,
indem sie Elff Wochen in See gewesen und 14 Tage Regen Wasser getruncken.
2 Dut is de olde schult.