Breiðfirðingur - 01.05.2015, Side 158
BREIÐFIRÐINGUR158
rúm. Selma Kjartansdóttir man eftir að hún og Gunnar, bróðir hennar,
voru uppi í rúmi í vesturenda baðstofunnar þegar Kristín kom upp
með könnu, sem Gunnari fannst botnlaus og bað Kristínu að gefa sér
hana. Svafa segir að hún hafi verið forvitin og farið út á hól fyrir utan
húsið og sá inn um baðstofugluggann; það var ljós í baðstofunni og sá
hún Kristínu halda á litlu barni. Það var fæddur drengur í baðstofunni
í Langey. Það var sagt að Ólöf Helgadóttir, móðursystir Júlíönu, sem
var stödd í Langey, hafi sagt: „Mikið er hann ljótur.“ Þá sagði Kristín
ljósmóðir: „En það smekkleysi, myndarstrákur. Þetta verður Eggert í
Langey.“
Það var fjölmennt í Langey þessa daga fyrir jólin. Það var auðvitað
heimilisfólkið Kjartan og Júlíana og börn þeirra; Svafa, Selma, Gunnar,
Unnur og fóstursonurinn Kjartan. Svo var Einar faðir Júlíönu og Soffía
fóstra hennar, dótturdóttir þeirra Soffía Tryggvadóttir, Ólöf sem fyrr
getur, Jónína Jónsdóttir úr Purkey, sem oft var hjá Júlíönu þegar hún
lá á sæng og oftar þegar með þurfti, og Ólafur Tryggvason, sem var
vetrarmaður. Og svo voru gestirnir sem voru veðurtepptir, sennilega þrír
til fjórir. Það var glatt á hjalla í Langey þessa daga, en á Þorláksmessu
birti til og lægði. Gísli og menn hans lögðu af stað til Akureyjar og
komust heim fyrir jól.
Þá víkur sögunni upp að Hnúki. Jóhannes Sigurðsson bóndi hafði
verið í Reykjavík, en þegar hann kom heim var Kristín komin fram
í Langey. Hann ákveður að fara fram í Langey og halda jólin þar. Þá
var staddur á landi Pétur Einarsson; hann var með bát sinn og ákveða
þeir Jóhannes að fara fram. Pétur var heimilismaður í Langey, bróðir
Júlíönu. Það hafði hvesst þegar þeir lögðu af stað á aðfangadag jóla.
Þeir komu við í Efri-Langey og báðu Jón Ólafsson að flytja sig yfir
Krosssund því Jón átti stærri bát en Pétur var á. En það stóð illa á í
Efri-Langey; það var orðið heilagt, Guðfinna var að lesa húslestur og
það lá illa á Jóni. Þeir félagar lögðu af stað; Jóhannes var í landi og hélt
í bátinn með festi, en Pétur reri fram með Efri-Langey. Þegar þeir komu
í Krosssund skellti Jóhannes sér í bátinn og reru þeir yfir Krosssund og
komust yfir þótt hvasst væri. Þegar þeir voru lentir og búnir að draga
bátinn á land sáu þeir hrossahóp þar skammt frá. Nú bregður Pétur sér