Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Page 12

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Page 12
E i n a r M á r G u ð m u n d s s o n 12 TMM 2010 · 3 neinn málflutning að ræða heldur aðeins spurningu sem laut að því hve vel orð Gríms Thomsen stæðust tímans tönn. Svona er lífið á því herrans ári 2010: Heimurinn hægir á sér og kannski er það bara gott. Flugvélar stöðvast í loftinu eða þær geta ekki hafið sig til flugs. Flugfélög reikna út hvað þau tapa miklu á eldfjöllum en eld­ fjöllin hafa engar áhyggjur af flugfélögum. Um alla Evrópu eru flug­ samgöngur lamaðar vegna ösku úr gosinu frá Eyjafjallajökli. Flugvellir lokast á Bretlandseyjum, Norðurlöndum og í Belgíu. John Cleese þarf að taka leigubíl frá Osló til Brussel. Sjónvarpsfréttamenn um allan heim keppast við að bera fram nafn jökulsins. Það gengur frekar brösulega, en um það snerust einmitt auglýsingarnar með John Cleese, að bera fram orðið Kaupþing. Ekki finnst okkur Íslendingum tiltökumál að bera fram nöfn á fjöllum einsog Kilimanjaro, nú eða Himmelbjerget. Nei, enski gamanleikarinn getur ekki flogið á vængjum kímnigáfunnar eða látið djöfulinn sendast með sig einsog galdramenn gerðu á miðöldum. Þeir létu skrattann flytja sig frá Frakklandi til Íslands og börðu hann bara að skilnaði með Biblíunni í hausinn. Það er ekkert flóknara en það, en á enskar bloggsíður er skrifað: „Fyrst stela þeir peningunum okkar með bankahruninu og svo spúa þeir yfir okkur ösku. Þessir víkingar – næst stela þeir konunum okkar!“ Cash rímar á móti Ash og Ash rímar á móti Cash. „We asked for cash, not ash!“ segja Bretarnir. Svona varpa stórbrotin tíðindi oft ljósi á kímnigáfu manna en hún er stundum bakhlið örvæntingar. Ætli það endi ekki með því að bresk stjórnvöld geri Íslendinga ábyrga fyrir öllum flugmiðum í Evrópu og sjálfsagt mun ríkisstjórnin veita ríkisábyrgð á þeim; og stjórnmálamenn okkar munu segja að það sé bara kurteisi að borga flugmiða, það komi sér vel fyrir okkur í alþjóðasamfélaginu, jafnvel þó okkur beri engin lagaleg skylda til að borga þá, þá höfum við alveg efni á því. Ég tala nú ekki um ef samið er um smá frest og ef greiðslan bjargar flugsamgöngum heimsins. En Bretinn sem óttast um konurnar getur huggað sig við að því verki er lokið, enda til kenning sem segir að skortur á fögrum konum á Englandi stafi af því að víkingar hafi á sínum tíma numið þær allar á brott og haft með sér hingað norður í höf svo þeir gætu hlýjað sér og þeim fjölgað. Gott dæmi um það er sagan af Melkorku konungsdóttur af Írlandi sem Höskuldur Dalakollsson, nafnfrægur maður bæði í Noregi og á Íslandi, einsog segir um hann í Laxdælu, keypti á samkomu austur í Brenneyjum af Gilla hinum gerska. Höskuldur hélt að hún væri mállaus en hún neitaði að tala af mótþróa við ánauð sína. Hún ól Höskuldi son og var hann bæði mæltur á hennar keltnesku tungu sem og norræna
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.