Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Qupperneq 16

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Qupperneq 16
G u n n a r Þ ó r B j a r n a s o n 16 TMM 2010 · 3 Í raun væru þeir „grímulausir innlimunarmenn“ sem hefðu notað minningu Jón Sigurðssonar í eigin þágu og „atað hana auri“. „Hann var Íslendingur“, skrifaði þessi mikli aðdáandi þjóðhetjunnar, á meðan heimastjórnarmenn væru í taumi danskra og hálfdanskra manna.5 Ummæli af þessum toga mátti oft lesa í blöðum á árinu 1908 þegar sjálfstæðisbaráttan var í algleymingi og hart deilt um „uppkastið“ sem svo var kallað. Það var frumvarp að lögum um samband Íslands og Danmerkur sem samninganefnd skipuð fulltrúum beggja þjóðanna hafði náð samstöðu um, að Íslendingnum Skúli Thoroddsen undan­ skildum. Allt fór á annan endann í íslenskum stjórnmálum og skiptust landsmenn í tvær andstæðar fylkingar með og á móti uppkastinu þar sem ásakanir um svik og landráð gengu á víxl milli manna. Báðar fylkingarnar töldu sig halda á lofti merki Jóns Sigurðssonar. Fylgismenn uppkastsins með ráðherra Íslands, Hannes Hafstein, í fylkingarbrjósti sögðu að uppkastið væri „að miklum mun fullkomnara, frjálslegra og hagkvæmara landi voru“ heldur en Jón hefði nokkurn tíma gert sér vonir um á sínum tíma.6 Með því væru lögfest „öll þau rjettindi, er Jón Sigurðsson hefði farið fram á fyrir Íslands hönd í ritum og ræðum, og farið væri fram á í uppástungum á Þjóðfundinum 1851, og alþingi 1867 og 1869“.7 Í einni blaðagrein voru þessi atriði talin upp lið fyrir lið og síðan spurt: „Sér nú ekki hvert mannsbarn, að hér er engu minsta hæti slept, af kröfum Jóns Sigurðssonar, en stórmikið meira fengið?“8 Og róttækustu þjóðfrelsissinnunum var vinsamlegast bent á að Jón hefði verið „eindreginn sambandssinni“ og talið skilnað við Danmörku frá­ leitan.9 Andstæðingar uppkastsins áttu ekki alltaf auðvelt með að svara þessum fullyrðingum mótstöðumanna sinna. Þeir dóu þó ekki ráða­ lausir. Höfuðblaði landsins, Ísafold, var ritstýrt af Birni Jónssyni, verð­ andi ráðherra. Hann barðist með kjafti og klóm gegn uppkastinu. Í Ísafold birtust athyglisverðar hugleiðingar 17. júní 1908, einmitt þegar uppkastsslagurinn stóð sem hæst. Höfundur þeirra beindi orðum sínum til þeirra manna er vildu samþykkja uppkastið og sagði að þrátt fyrir allt „þykjumst vér standa nær Jóni Sigurðssyni en þér gerið, miklu nær“. Á þeim þremur áratugum sem liðnir væru frá dauða Jóns hefði svo margt breyst. „Kemur ykkur til hugar, að hann stæði þar enn, sem hann stóð fyrir 30 árum, ef hann lifði? Gerið þér svona lítið úr mikilmenninu? Er hún þetta, öll ykkar virðing á honum? Vitið þér ekki, að hugsjónir verða aldrei að stöðupolli? Þær standa aldrei kyrrar. Með hverri stund, sem líður, færast þær til um aðra.“ Til þess að komast að því hvar Jón stæði gagnvart uppkastinu væri „ekkert vit í að færa árið 1908 til hans.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.